Snjókomutíðni

Eftir gamla íslenska misseristímatalinu byrjar veturinn á laugardaginn kemur. Þá hefst fyrsta vika vetrar og jafnframt gormánuður. Ég hef minnst á það áður að sumardagurinn fyrsti og fyrsti vetrardagur kallast nokkuð á hvað meðalhita varðar. Hér sjáum við annað dæmi, snjókomutíðni.

Snjókomuathuganir

Myndin sýnir fjölda snjókomuathugana á landinu á löngu árabili á tímanum frá 1.júlí (lengst til vinstri á myndinni, til 30. júní (lengst til hægri). Blái ferillinn sýnir fjöldann frá degi til dags, en rauða línan er útjöfnun. Mánaðanöfnin eru sett við 16. dag hvers mánaðar. 

Snjókomutíðnin er í hámarki frá því rétt fyrir jól og fram undir lok mars. Hún rís hægar á haustin heldur en hún fellur á vorin. Smádæld virðist vera um mánaðamótin janúar og febrúar - varlega trúum við því.

Svört lína er sett nærri gildi dagsins í dag (19. október). Nú er snjókoma um það bil fimm sinnum líklegri heldur en fyrir mánuði, en um jól verður hún nærri þrisvar sinnum líklegri heldur en í dag. Við sjáum líka að það er í byrjun maí sem snjókoma verður aftur jafn (ó-)líkleg og er í dag. Nú eru fáeinir dagar til fyrsta vetrardags og í byrjun maí eru nokkrir dagar liðnir frá fyrsta sumardegi. Skiptir gamla tímatalið ekki árinu í tvennt á sannfærandi hátt hvað snjókomutíðni varðar? Það held ég nú.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það er nú líkast til!

Sigurður Þór Guðjónsson, 19.10.2010 kl. 01:13

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

... og sei sei jú

Gunnar Th. Gunnarsson, 19.10.2010 kl. 17:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg020125a
  • w-blogg020125a
  • w-blogg010125i
  • w-blogg010125
  • w-blogg271224a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.1.): 64
  • Sl. sólarhring: 1072
  • Sl. viku: 2735
  • Frá upphafi: 2426592

Annað

  • Innlit í dag: 61
  • Innlit sl. viku: 2438
  • Gestir í dag: 60
  • IP-tölur í dag: 60

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband