Hvers megnug er sólin á októberdegi?

Sól lækkar mikið á lofti í október og í lok mánaðarins er skammdegið í nánd. Dægursveifla hitans er þó mjög greinileg og meiri í léttskýjuðu heldur en skýjuðu veðri.

 

oktober_d-sveifla

Myndin sýnir þetta. Ferlarnir sýna dægursveiflu hitans í Reykjavík í október 1997 til 2005. Blái ferillinn á við léttskýjað veður. Hiti er að meðaltali lægstur milli kl. 8 og 9 að morgni, um það leyti sem sólin kemur upp. Hann hækkar síðan nokkuð hratt og kl.15 er hann um 3,3 stigum hærri en um morguninn. Eftir kl. 16 fellur hann hratt. Taka má eftir því að kl. 24 er hann orðinn hátt i 1 stigi lægri en á miðnætti nóttina áður. Þrátt fyrir sólarylinn tapar loftið varma þegar sólarhringurinn er gerður upp.

Rauði ferillinn sýnir aftur á móti meðalhita í Reykjavík í alskýjuðu veðri í október. Athugið að hér á hægri kvarðinn við. Hver gráða er jafnstór á myndinni, en kvarðinn er 6 stigum hærri en lágmarkskvarðinn. Hér má sjá ógreinilegt lágmark um kl. 7. Síðan hækkar hitinn hægt og bítandi þar til klukkan 14, þá fellur hann hægt aftur til kvölds. 1,5 stigi munar á morgunlágmarki og hádegishita (munum að hádegi miðað við sól er um kl. 13:30 í Reykjavík). Kólnunar gætir ekki yfir sólarhringinn. Þótt sólin hafi hér áhrif (1,5 stig) eru áhrif hennar mun dempaðri heldur en í léttskýjuðu. Alskýjað veður er einkum í suðlægum vindáttum í Reykjavík og hár hiti því væntanlega aðstreymi suðlægs lofts að þakka, en skýjahulan dregur mikið úr varmatapi vegna útgeislunar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg211124a
  • w-blogg181124a
  • w-blogg151124c
  • w-blogg151124b
  • w-blogg151124a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 105
  • Sl. sólarhring: 205
  • Sl. viku: 2427
  • Frá upphafi: 2413861

Annað

  • Innlit í dag: 101
  • Innlit sl. viku: 2242
  • Gestir í dag: 96
  • IP-tölur í dag: 96

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband