23.9.2010 | 23:58
Úrkoma í september í Stykkishólmi alveg frá 1856
Lengstu samfelldu úrkomumælingar á Íslandi hafa verið gerðar í Stykkishólmi. Þær byrjuðu í september 1856. Ekki eru þær þó alveg samfelldar því 5 síðustu mánuði ársins 1919 vantar þar í mælingarnar. Ég bíð enn eftir að þær finnist. Kannski brunnu þær í sýslumannssetursbrunanum í Borgarnesi 1920 en pósthús var einnig í því húsi. Sagt er að fáein skuldabréf hafi og brunnið. Um það spunnust kjaftasögur á sínum tíma, húsið brann á svipstundu.
Auðvelt er að efast eitthvað um samfellu í úrkomumælingum. Þegar á heildina er litið er þessi röð þó trúverðug. Stöðin hefur verið flutt nokkuð oft og á sumum stöðum má trúa því að fulllítið hafi komið í mælinn, en látum efasemdir um það liggja á milli hluta.
Myndin sýnir septemberúrkomuna frá ári til árs. Strax vekur athygli hin mikla úrkoma í september bæði 2007 og 2008. Þá urðu skaðar af flóðum sums staðar um landið vestanvert. Sömuleiðis tekur maður strax eftir því að fyrir utan þessa nýlegu rigningarmánuði hafa síðustu áratugir verið frekar þurrir í september miðað við eldri tíma. Það er eins og úrkoman hafi dottið niður frá og með september 1949, en sé e.t.v. á uppleið. Úrkoman í september nú (2010) er þó talsvert undir meðallagi það sem af er.
Mikill munur var á septemberveðri á tímabilinu 1931-1960 annars vegar og 1961-1990. Á fyrra skeiðinu var meðalúrkoman 76 mm, en 57 mm á því síðara. Meiri breytileiki er aftur á móti á 19. öld og framan af þeirri 20. Haustrigningamynstur hefur eitthvað breyst. Velta má vöngum yfir því hvers vegna það sé.
Þurrasti september á tímabilinu kom 1935, en þá mældist úrkoma í Stykkishólmi aðeins 1,6 mm og ekki nema 12,6 mm í Reykjavík. Tímabilið frá því síðvetrar 1935 og þar til á miðju sumri 1936 var mjög óvenjulegt að mörgu leyti. Þennan tíma ríktu óvenjulegar norðan- og norðaustanáttir og skera sig nokkuð úr fjórða áratugnum að öðru leyti. Loftþrýstingur var þá hár. Vatnsskortur varð víða á vestanverðu landinu veturinn 1935 til 1936.
Græna línan á myndinni er sett þar til að sýna megindrætti úrkomumagnsins, (lowess-aðfall). Línur af þessu tagi missa gjarnan fótanna næst endunum.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 19
- Sl. sólarhring: 214
- Sl. viku: 984
- Frá upphafi: 2420868
Annað
- Innlit í dag: 14
- Innlit sl. viku: 863
- Gestir í dag: 14
- IP-tölur í dag: 14
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Áhugavert að sjá þessar tölur, finnst þér að náttúran sé að bregðast við þessu með aukinni úrkomu síðustu ár eða ætli þetta sé í takt við bráðnun jöklanna undanfarið :)
Brynja (IP-tala skráð) 24.9.2010 kl. 22:38
Við sáum ekki hvort breytingar á úrkomumynstri upp á síðkastið fylgja auknum hita eða hvort þær eru tilviljanakenndar fyrr en eftir um 30 ár. Almennt má segja að auknum hita fylgi aukin úrkoma, ekki er það þó alveg svo einfalt. Það má hins vegar telja næsta víst að jöklar bráðna því meira sem hlýrra er.
Trausti Jónsson, 25.9.2010 kl. 17:12
En getur bráðnun jökla haft skaðleg áhrif á grunnvatnsforðann í landinu ?
Brynja (IP-tala skráð) 25.9.2010 kl. 23:51
Ég treysti mér ekki til að segja nokkuð um skaðsemi eða skaðleysi. Hverfi jöklarnir alveg er trúlegt að úrkoma minnki eitthvað á þeim svæðum sem þeir nú þekja, en hún vex væntanlega eitthvað annars staðar. Helst er þó talið að úrkoma aukist á landinu í heild og þar með grunnvatnsbirgðir. En áhrif á staðbundna grunnvatnsstöðu verða ábyggilega mikil, það ætti þó ekki að vera víða. Annars vísa ég spurningunni til vatnafræðinga.
Trausti Jónsson, 26.9.2010 kl. 01:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.