Septemberhiti í Stykkishólmi 1798 til 2009

Eins og Sigurður Þór Guðjónsson bendir á í bloggi sínu er september nú illa staddur varðandi algjört met. En eitthvað hressist Eyjólfur vonandi eftir nóttina i nótt. Við eigum einhverjar upplýsingar um hita á landinu í flestum septembermánuðum síðan 1798 (5 mánuði vantar). Þó óvissan í eldri tölum en 1830 sé nánast óbærileg er hún samt bærilegri en engar tölur.

Septemberhiti

Hér er línurit sem sýnir meðalhita í Stykkishólmi í september á þessu tímabili eins og hann hefur reiknast. Við sjáum að september 1807 er talinn kaldastur með 4,0 stig, en ekki er víst að neitt sé að marka það. Ef við viljum ekki trúa því má benda á september 1869 með sín 4,6 stig. Hlýjastur er september 1939 og 1941 nærri því jafnhlýr. Nú er spurning hvar 2010 lendir.

Rauð lína á myndinni sýnir leitnina á tímabilinu, hún er um 0,4 stig á 100 árum. Ég er reyndar ekki mjög veikur fyrir leitnilínum. Við gætum t.d. byrjað slíka línu um 1980 og fengið leitni um 0,4 stig á 10 árum. En heildarleitnin í september er minni heldur en á vetri og vori. Setja má fram trúverðugar skýringar á því.

Græna línan er svokölluð lowess-sía (eða aðhvarf) eins og víða er í tísku um þessar mundir. Hér er línan eingöngu lögð ofan á til að sýna áratugabreytileika, sýnir hann vel en táknar í sjálfu sér ekkert annað. Sveiflan frá hlýindunum sem koma fram í meðaltalinu 1931-1960 (7,9 stig) og yfir í kuldatímann 1961-1990 (6,7 stig) er hreint ótrúleg - en alveg sönn. Meðalhitinn það sem af er öldinni er 8,1 stig. Hlýjasti áratugurinn til þessa er líklega 1933 til 1942 en þá var meðalhitinn í Stykkishólmi tæp 8,5 stig.

 

Í árferði á Íslandi í þúsund ár eftir Þorvald Thoroddsen stendur þessi lýsing á haustinu 1807 (bls. 207):

  

Haustið var hrakviðrasamt, en rúmum mánuði fyrir vetur lagði að með frostum og hríðarbyljum, og urðu þá miklir fjárskaðar, en úthey urðu sumstaðar úti undir fönnum og klaka; margt fje fenti á afrjettum fyrir leitir og eldiviður manna spiltist af hrakviðrunum; vetur var eftir það umhleypingasamur og stirður til ársloka.

Styður þetta heldur við skáldskapinn á myndinni fremur en hitt. Rúmum mánuði fyrir vetur er einmitt um 20. september. Frost og hríðarbyljir á þeim tíma tákna varla háan hita.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Ég er nú alltaf hress núna og barasta ósköp þakklátur fyrir þetta veður sem við höfum núna. Þetta mynnir mig annsi mikið á alla góðu haustdagana í Noregi, besti tími ársins, gott að vinna úti og ég náði í síðustu stórgeddurnar. En þessu var spáð af veðurfræðimönnum fyrir svona 10-15 árum að það kæmi öðruvísi veður í Evrópu og þá hlýnandi hér og blautt á meginlandinu, 1-3° á ári eða svo.

Eyjólfur Jónsson, 23.9.2010 kl. 15:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg200125c
  • w-blogg200125g
  • w-blogg200125f
  • w-blogg200125e
  • w-blogg200125d

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 29
  • Sl. sólarhring: 131
  • Sl. viku: 2476
  • Frá upphafi: 2434586

Annað

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 2200
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband