Geysisslysið 1950 og veðrið

Fyrir 10 árum rifjaði Sigurður Ægisson upp Geysisslysið aðdraganda þess og björgunaraðgerðum í ítarlegri grein í Morgunblaðinu, tengill á greinina er hér. Sigurður og ég réðum aðeins í veðurskilyrði þennan dag og má sjá niðurstöðuna á korti í greininni. Það sem kemur hér á eftir er í aðalatriðum upprifjun á því.

geysir_14091950_18y

Yfirlitskortið er úr tölvuiðrum á bandarísku veðurstofunni og kunnum við henni þakkir (sjá texta á myndinni). Greiningin er í aðalatriðum rétt, en kortið sýnir aðrar tölur en menn eiga að venjast, bil á milli þrýstilína er þó hið sama og algengast er, 5 hPa. Línan sem merkt er -280 er 965 hPa jafnþrýstilínan, lægðin var í raun og veru heldur dýpri en hér er sýnt, 953 hPa í lægðarmiðju og miðjan var nær Færeyjum en þetta kort sýnir.

Áætluð flugleið Geysis er sýnd með grænni línu, en sennileg flugleið í rauðu. Athugið þó að kortið sýnir ekki raunverulega flugleið heldur er henni ætlað að skýra hvað gerðist. Þar sem lægðin var talsvert dýpri en flugáætlun gerði ráð fyrir var suðvestanáttin suðaustan við lægðarmiðjuna mun hvassari en ráð var fyrir gert. Aukavindurinn bar Geysi af leið þannig að flogið var talsvert norðan en áætlað var.

geysir_isl_140950-18

Vestan lægðarmiðjunnar var komið í mjög hvassa norðaustanátt (20 til 30 m/s) sem sveigði flugleiðina til suðvesturs. Vélin kom upp að landinu mun austar en ráð var fyrir gert. Eins og Íslandskortið sýnir var loftþrýstingur óvenju lágur. Svona lágur loftþrýstingur er ekki algengur í september. Krossinn er nokkurn veginn á Bárðarbungu, en ekki nákvæmur, flugleiðin (rautt) er heldur ekki nákvæm.

Skýringar á táknum Íslandskortsins má sjá á vef Veðurstofunnar, en þau eru fremur ógreinileg á myndinni. Smellið á hana til að stækka lítillega. En lesið góða grein Sigurðar Ægissonar.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gylfi Björgvinsson

Gott hjá þér Trausti.

Vil líka benda á ágæta bók um þetta slys eftir Óttar Sveinsson "Útkall"

Gylfi Björgvinsson, 22.9.2010 kl. 15:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg200125c
  • w-blogg200125g
  • w-blogg200125f
  • w-blogg200125e
  • w-blogg200125d

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 31
  • Sl. sólarhring: 127
  • Sl. viku: 2478
  • Frá upphafi: 2434588

Annað

  • Innlit í dag: 28
  • Innlit sl. viku: 2202
  • Gestir í dag: 28
  • IP-tölur í dag: 26

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband