Lágmarkshiti allra stöðva í september

Fyrst búið er að birta hér lista um hæsta hámarkshita í september og mestu sólarhringsúrkomu er við hæfi að bæta lágmarkshitanum við. Sem fyrr ná töflurnar aftur til 1924 og mælitímabili mönnuðu stöðvanna er skipt í tvennt, 1961 til 2009 og 1924 til 1960. Sjálfvirku stöðvarnar eru í belg og biðu. Þeim sem opna excel-skjalið er auðvitað í lófa lagið að raða stöðvunum í stafrófsröð eða þá eftir lágmörkunum sjálfum til nánari skoðunar.

Í töflunum kemur í ljós að frost hefur mælst á öllum mönnuðum stöðvum í september sé litið á töflurnar saman. Fáeinar sjálfvirkar stöðvar eiga enn eftir að mæla frost, en langflestar þeirra byrjuðu á þessu ári, þannig að það er ekkert að marka. Margar þeirra slá met á hverjum degi í þessu væga kuldakasti sem nú gengur yfir.

Tvær sjálfvirkar stöðvar hafa þó starfað í meir en 10 ár án þess að hafa mælt frost. Það eru Papey, Seley, Vattarnes og Hvalnes. Á öllum þessum stöðvum er úthafsloftslag hvað mest á Íslandi. Á Straumnesvita hefur hiti farið niður í frostmark, en ekki neðar. Sú stöð er þó erfið, mikið vantar af athugunum, hugsanlega er frost í september þar á meðal.

Á mönnuðu stöðvunum eru septemberlok 1975 og 1969 áberandi sem mikil kuldaköst. Í eldri listanum er það kastið seint í september 1954 áberandi. Fleiri köst má einnig sjá.

Enn nær listinn ekki til tímans fyrir 1923 en unnið er að undirbúningi hans. Meðal eldri meta má nefna -11,2 stig í Grímsey 21. sept. 1911, ekki er víst að metið það standist nánari skoðun, sama má segja um -10,5 stig á Raufarhöfn 18. sept. 1892.

Flest lágmarksmetin eru eins og vænta má sett á síðustu dögum mánaðarins enda eru þeir kaldastir að meðaltali. Í fyrra og hitteðfyrra (2009 og 2008) komu mjög snörp kuldaköst snemma í október og voru dagamet slegin. Hvað verður nú?


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg311024a
  • w-blogg311024b
  • Slide10
  • Slide9
  • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.11.): 14
  • Sl. sólarhring: 295
  • Sl. viku: 1431
  • Frá upphafi: 2406747

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 1304
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband