Mikil úrkoma norðaustanlands

Þegar upp var staðið í morgun kom í ljós að úrkoma norðaustanlands var óvenju mikil síðasta sólarhring, svo mikil að met voru slegin. Eins og venjulega bendi ég á umfjöllun Sigurðar Þórs Guðjónssonar en því til viðbótar eru hér upplýsingar um eldri met á þeim stöðvum á Norðausturlandi sem enn eru í rekstri.

Dálkarnir eru: Stöðvarnúmer, ársmet (mm), hvaða ár, hvenær úrk.mæling byrjar og loks nafn stöðvar.

 Stöðvarnr      ársmet(mm) metár   stöð byrjar        nafn

40086,419941990 Sauðanesviti
406123,019881987 Kálfsárkot
40957,320041969 Tjörn
41292,719951995 Hrísey
42048,120041997 Auðnir
42291,819461928 Akureyri
42536,320012000 Torfur
42735,220071997 Gullbrekka
43765,720041997 Þverá í Dalsmynni
44863,919951979 Lerkihlíð
46258,819732001 Mýri
46340,720051990 Svartárkot
46852,720061936 Reykjahlíð
47398,519711961 Staðarhóll
47965,219631956 Mánárbakki/Máná
49542,620011934 Grímsstaðir

 

Hér er einnig tengill á mánaðamet september til þessa á öllum stöðvum, gömlum og nýjum. Listinn er í tvennu lagi, annars vegar tímabilið 1961 til 2009, en hins vegar eru eldri mælingar. Þarna má sjá nákvæmar dagsetningar metanna. Ítrekað er að listinn nær eingöngu til septembermánaðar en taflan hér að ofan til alls ársins.

Skoða má úrkomu liðins sólarhrings á korti á vef Veðurstofunnar. Sú siða er framleidd á morgnanna og endurnýjuð eftir því sem fleiri stöðvar bætast við all fram yfir kl. 17. Athugið sérstaklega að oft þarf að styðja á ctrl + f5 á lyklaborði tölvunnar til að allar innkomnar tölur birtist á kortinu, stundum birtist það fyrst ranglega fullt af plúsmerkjum sem tákna að athugun hafi ekki borist. Einhver villa er á korti dagsins því hæsta talan á því (94,6 mm) er rituð við stöðina á Auðnum í Öxnadal en ekki Hrísey. Málið verður kannað betur.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg010125i
  • w-blogg010125
  • w-blogg271224a
  • w-blogg271224aa
  • w-blogg261224ia

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.1.): 971
  • Sl. sólarhring: 1107
  • Sl. viku: 3361
  • Frá upphafi: 2426393

Annað

  • Innlit í dag: 866
  • Innlit sl. viku: 3022
  • Gestir í dag: 846
  • IP-tölur í dag: 780

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband