Fáeinar staðreyndir um borgarís

Það er í september, að jafnaði, sem flestar tilkynningar um borgarís berast Veðurstofunni. Myndin (ég er ekki alveg búinn að ná tökum á myndafræði bloggsins) á að sýna fjölda tilkynninga alls í mánuði hverjum frá 1984 til 2006. Sjá má að langflestar eru þær í september og litlu færri í ágúst. Einhver raunveruleiki er á bakvið þessa mynd.

borgaris_arstid

Líklega á allur borgarís hér við land uppruna sinn í jöklum á Norðaustur-Grænlandi. Mun meira myndast þó af borgarís við Vestur-Grænland.

Jöklar A-Grænlands ganga flestir í sjó í fjarðarbotnum og er ekki alltaf greið leið fyrir þá á haf út. Bæði eru þeir svo djúpskreiðir að þeir stranda utarlega í fjörðunum sem þar að auki eru frosnir mikinn hluta ársins. Á Austurströnd Grænlands liggur lína milli kelfandi skriðjökla og þeirra sem bráðna mest að neðan, frosnir inni á fjörðum, nú nærri 77°N (Reeh, 2004). Þessi mörk virðast færast til við langtímabreytingar á veðurlagi og færist þau norðar við hlýnandi veðurlag gætu jöklarnir norðan þeirra farið að kelfa og aukið framboð á borgarís í Austur-Grænlandsstraumnum. Við kólnandi veðurlag myndu mörkin færast sunnar og framboð borgaríss minnka. Þegar borgarísinn kemst á haf út lendir hann oftast í rekís sem heldur að honum.

Svo virðist sem borgarís berist ekki síður til Íslands þegar hafísútbreiðsla er lítil en þegar hún er mikil. Vindur hefur lítil sem engin áhrif á hreyfistefnu borgaríss heldur hreyfist hann með straumi.   Á yfirborði Grænlandsjökuls bráðna um 300 rúmkílómetrar af ís árlega (Reeh, 2004), auk þess losnar hann við mikinn jökulís (rúmlega 260 rúmkílómetra) í formi kelfingar á borgarís þar sem skriðjöklar ná til sjávar. Ef jökull gengur í sjó er talað um að hann kelfi (kastar af sér borgarís – e. calving). Um 35 rúmkílómetrar bráðna neðan af jöklum sem eru lokaðir inni á fjörðum, en kelfa lítið sem ekkert. Alls rýrnar Grænlandsjökull um í kringum 600 rúmkílómetra á ári, álíka bætist á hann en mælingar þykja benda til þess að rýrnunin hafi aukist meira en ákoma á síðustu 15 árum. Það væri í samræmi við hitaþróun á svæðinu.   

 

Mælt er með greininni:Reeh, N. (2004). Holocene climate and fjord glaciations in Northeast Greenland: implications for IRD deposition in the North Atlantic. Sedimentary GeologyVolume 165, Issues 3-4, 15 March 2004, Pages 333-342

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

  • w-blogg160325a
  • Slide16
  • Slide15
  • Slide14
  • Slide13

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.3.): 308
  • Sl. sólarhring: 525
  • Sl. viku: 1498
  • Frá upphafi: 2453518

Annað

  • Innlit í dag: 298
  • Innlit sl. viku: 1380
  • Gestir í dag: 296
  • IP-tölur í dag: 294

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband