Listi yfir hámarkshita á veðurstöðvum í september

Fyrir nokkru gaf ég í skyn að fljótlega yrði til listi yfir hæsta hita sem mælst hefur á veðurstöðvum í september. Hér reyni ég að hengja við excel-skjal með slíkum lista. Listarnir eru þrír og koma í belg og biðu hver niður undan öðrum:

1. Sá fyrsti sýnir hæsta hita á mönnuðum stöðvum á tímabilinu 1961-2009, metin 10 frá því á dögunum eru ekki með. Dálkarnir eru stöðvarnúmer, ártal sem sýnir hvert er elsta árið í listanum fyrir viðkomandi stöð, ártal sem sýnir síðasta ár sem er með. Þessi dálkur sýnir hvenær síðast var athugað í september á stöðinni. Síðan koma upplýsingar um ár og dagsetningu metsins (mánuður er alltaf september), síðan metið sjálft og nafn stöðvarinnar.

2. Hæsti hiti á mönnuðum stöðvum 1924 til 1960. Alveg sömu dálkar.

3. Hæsti hiti á sjálfvirkum stöðvum 1994 til 2010. Hér eru nýju metin með. Athuga ber þó að fáeinar stöðvar eru innan við eins árs gamlar og hæsta hámark í núverandi september verður þá einnig met, þannig met er auðvitað marklítið. Næstsíðasta stóra hlýindakast í september var 2002. Yngri met eru því ekki mjög marktæk hafi stöðin byrjað eftir september 2002.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg231124-kosningaspa-ec b
  • w-blogg23124-kosningaspa-ec a
  • w-blogg211124a
  • w-blogg181124a
  • w-blogg151124c

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 189
  • Sl. sólarhring: 195
  • Sl. viku: 2511
  • Frá upphafi: 2413945

Annað

  • Innlit í dag: 177
  • Innlit sl. viku: 2318
  • Gestir í dag: 168
  • IP-tölur í dag: 166

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband