7.9.2010 | 23:48
Tyggjum enn fleiri septembermet
Veðurþættir eru fleiri en hiti. Þar á meðal eru loftþrýstingur, úrkoma, snjóhula o.s.frv. Allir veðurþættir eiga sín met en stundum er erfitt að leita þau uppi eða þá að mikil óvissa er með mælingar.
Daglegar loftþrýstimælingar eru aðgengilegar hér á landi aftur til 1.mars 1822. Talsvert er einnig til af eldri mælingum en kvörðun þeirra er óvissari. Ein mæling á dag er ekki líkleg til að veiða lágþrýstimet því djúpar lægðir eru oft krappar og berast hratt yfir. Loftþrýstimælingar eru ætíð miðaðar við sjávarmál.
Lægsti loftþrýstingur sem mælst hefur í september hér á landi er 952,9 hPa. Það var í ofboðslegu illviðri sem gekk yfir þann 20. september aldamótaárið 1900. Lægðin var að uppruna gamall hitabeltisstormur eða fellibylur sunnan úr höfum. Þetta var fyrir tíma nafngifta á hitabeltisstormum. Bandaríska fellibyljastofnunin National Hurricane Center er sífellt að bæta gagnagrunn með upplýsingum um staðsetningu fellibylja og nær grunnurinn aftur til 1851. Þar má sjá að þessi ákveðni fellibylur var númer 2 það árið, við skulum kalla hann einhverju B-nafni, t.d. Boða. Um svipað leyti jafnaði flóðbylgja annars fellibyls borgina Galveston í Texas í rúst og þúsundir manna drukknuðu. Er það mesta manntjón í fellibyl í Bandaríkjunum.
Það síðasta sem skrá fellibyljamiðstöðvarinnar segir af Boða er að hann var staddur á 41,5°N, 49,8°V, kl. 6 að morgni 19. september. Trúlega hefur hann verið kominn lengra en það er reyndar vafasamt að tala um hreyfingar fellibylsmiðjunnar sjálfrar í þessu sambandi heldur fremur hlýloftsins sem fylgir honum. Þannig má vel vera að sjálf miðjan hafi setið eftir meðan hlýja loftið var skorið ofan af og því stolið í lægðina Boða sem fór til Íslands.
Ég fjallaði nokkuð um þennan fellibyl í grein sem birtist í tímaritinu Veðrinu 1977 (sjá tilvitnun neðst í blogginu). Ég hef nú raunar skipt um skoðun á sumu sem þar stendur. Þar að auki eru þrýstitölur á Íslandskortunum í greininni ekki alveg réttar vegna þess að unglingurinn gleymdi í ákafa sínum að leiðrétta fyrir þyngdaraflinu. Tölurnar á kortunum eru því aðeins of lágar. Greinin er aðgengileg á timarit.is.
Lágmarksþrýstingurinn sem nefndur var hér að ofan, 952,9 hPa er morgunathugunin í Stykkishólmi. Næsta öruggt er að þrýstingur hefur verið lægri en þetta á sunnanverðum Vestfjörðum á sama tíma. Ég mun ef til vill tíunda eitthvað af sköðunum síðar á þessum vettvangi.
Þetta gamla met var næstum því slegið 1. september 2002 þegar fádæma djúp lægð, miðað við árstíma, gekk yfir landið. Þýstingur var á þeim tíma mældur ótt og títt víða um land. Ekki er vitað til þess að um hitabeltisstorm hafi verið að ræða, en talsverðir skaðar urðu í veðrinu. Ekkert þó í líkingu við það sem gerðist rúmum eitt hundrað árum áður.
Hæsti þrýstingur sem mælst hefur í september hér á landi er 1038,3 hPa og mældist á Akureyri þann 28. september 1983. September var talinn hagstæður það árið eftir eitt versta sumar sem um getur á Suður- og Vesturlandi. Meðalhiti í september þetta ár var 6,6 stig í Reykjavík.
Tilvísun:
Trausti Jónsson (1977): Fárviðrislægðin 20. sept. aldamótaárið 1900. Veðrið, 20. árgangur bls.39-42.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 5
- Sl. sólarhring: 927
- Sl. viku: 2327
- Frá upphafi: 2413761
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 2146
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.