Hrúga af veđurvitnum

Á undanförnum árum hefur birst fjöldi greina um veđurfar síđustu eitt til tvö ţúsund árin á Íslandi eđa hér í grennd. Réttara er ţó ađ segja ađ um ágiskanir um veđurfar sé ađ rćđa ţví beinar hita-, úrkomu- og ţrýstimćlingar ná varla nema um 200 ár aftur í tímann, síđan verđur ađ byggja á svonefndum veđurvitnum (e. proxy data). Eru ţađ mikil frćđi og oft heldur ógagnsć, ţađ svo ađ erfitt reynist nema fyrir vana ađ sjá skóginn fyrir trjám. Flest er ţó merkilegt, annađ stórmerkilegt. Vel má vera ađ ég reyni ađ geta einhverra ţessara Íslandssögurannsókna hér á blogginu í framtíđinni - ef ţrek leyfir. Gallinn er sá ađ erfitt er ađ gera ţessum hlutum skil án ţess ađ úr verđi hrćđilegar langlokur sem ekki hćfa vel ţeim miđli sem bloggiđ er.

Hér langar mig ađeins ađ benda á grein sem fyrir nokkrum dögum birtist í virtu sćnsku tímariti, Geografiske Annaler og sumir kannast viđ. Höfundurinn heitir Fredrik Charpentier Ljungqvist og er titlađur ritari miđaldastofnunar Stokkhólmsháskóla. Í greininni er gerđ tilraun (ein af mörgum) til ađ kreista hitafarssögu norđurhvels út úr veđurvitnaröđum - ţetta má heita fjölvitnarannsókn. Tímaritiđ er ađgengilegt hér á landi í gegnum gáttina hvar.is sem flestir ćttu ađ ţekkja. Ég ćtla ţess vegna ekki ađ fjalla um niđurstöđurnar hér ađ öđru leyti en ţví ađ hann sér ţađ sem flestir sjá, hlýnun á 20. öld, litlu ísöld, hlýskeiđ á miđ-miđöldum, kuldaskeiđ fyrstu aldir miđalda og ađ lokum hlýindi á tímum rómaveldis. Leitađ er ađ ţjálum íslenskum nöfnum fyrir ţessi skeiđ.

Lestur ţessarar nýju greinar minnti mig á ađra grein sama höfundar í sama tímariti, en ţađ í fyrra (2009). Tilvitnunin er í lok ţessa bloggs. Ţar tínir hann saman 71 vitnaröđ víđa frá norđurhveli, sýnir ţćr allar á myndum og ekki nóg međ ţađ heldur eru nćstum allar rađirnar ađgengilegar í töfluformi á síđu bandarísku veđurstofunnar. Gúgliđ: Ljungqvist Temperature Proxy Records, töflurnar eru ţá ekki langt undan.

Varla á ég von á ţví ađ einhver elti ţetta uppi, en mönnum gćti létt viđ ţađ ađ sjá ađ allar (eđa nćrri allar) rađirnar 71 eru ađgengilegar, ţćr lengstu frá ári 1 (reyndar núll ţótt ţađ sé ekki til) og eins langt og komist verđur, lengst til ársins 2000.

Ţess má einnig geta ađ í sama nýja hefti Geografiske Annaler er athyglisverđ grein um hitabeltisstorma á Kanaríeyjum, en ţar fór slíkur yfir fellibyljaáriđ mikla 2005. Rýnt er í ámóta atburđi á 19. öld.

Tilvitnunin er:

Geografiska Annaler: Series A, Volume 91, Issue 1, pages 11–29, March 2009

nýja greinin:

Geografiska Annaler: Series A, Volume 92, Issue 3, pages 339–351, September 2010


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Ţeir sem áhuga hafa munu lesa langlokurnar, hinir ekki. Ţeir sem ekki hafa áhuga munu heldur ekki lesa stuttlokurnar.

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 7.9.2010 kl. 01:37

2 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Ég mun ađ öllum líkindum lesa langlokuna í ţaula og takk fyrir ađ benda á grein Ljungqvist - hún verđur prentuđ og lesin í kvöld.

Höskuldur Búi Jónsson, 7.9.2010 kl. 15:26

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Apríl 2021
S M Ţ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30  

Nýjustu myndir

 • w-blogg120421b
 • w-blogg120421a
 • ar_1802t
 • w-blogg090421a
 • w-blogg070421a

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (13.4.): 176
 • Sl. sólarhring: 397
 • Sl. viku: 2744
 • Frá upphafi: 2023163

Annađ

 • Innlit í dag: 168
 • Innlit sl. viku: 2498
 • Gestir í dag: 168
 • IP-tölur í dag: 166

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband