Kíkjum á septembermet 4

Hlý austanáttin á enn nokkra daga eftir (skrifað að kvöldi þess 5. september). Því ekki alveg útséð með hitamet á einstökum veðurstöðvum - en líkurnar minnka eftir því sem líður á vikuna. En þá er spurningin hvort september 2010 hafi ekki aðeins snerpu heldur líka úthald. En hér eru nokkur úthaldsmet:

ár - mánuður (alltaf september)   tala (hér alltaf °C)

1941 hlýjasti mánuður á landinu10,57
1941 hlýjasti mánuður norðaustanlands10,19
1939 hlýjasti mánuður suðvestanlands11,10
 

Hér hefur verið slegið á hvaða septembermánuðir eru þeir hlýjustu og köldustu á landinu í heild og auk þess norðaustan- og suðvestanlands. September 1941 er talinn hlýjastur á landinu og einnig hlýjastur norðaustanlands. Suðvestanlands er það september 1939. Hitar voru þó ekki öllum efstir í huga. Ingibjörg Guðmundsdóttir í Síðumúla skrifaði t.d. um september 1941 að hann hafi ekki verið kaldur. Viðloðandi votviðri voru henni ofar í huga en afspyrnuhlýtt tíðarfar.

Hæsta meðalhitatala sem sést hefur í Veðráttunni (tímariti Veðurstofunnar) í september er 11,9 stig - það var meðalhiti við Rafstöðina við Elliðaár í Reykjavík 1958.

Tiltölulega stutt er síðan sjálfvirkar stöðvar voru settar upp þannig að þær mældu ekki þessa gömlu hlýju septembermánuði (1939, 1941 og 1958). Hæsti meðalhiti á sjálfvirkri stöð í september til þessa mældist á Hallormsstað 1996, þá kom óvenjulega hlýr september á Norður- og Austurlandi, en varð ekki alveg jafn glæsilegur á Suðurlandi. Meðalhitinn á Hallormsstað var 11,3 stig. Stöðvar Vegagerðarinnar mæla einnig hita, en þær eru ekki eins og stöðvar Veðurstofunnar og verður að halda þeim sér. Hæst er meðaltal september 2006 á Steinum undir Eyjafjöllum, 11,5 stig.

Þegar þriðjungur mánaðarins er liðinn verður hægt að fara að fylgjast með hvernig hann stendur sig miðað við aðra septembermánuði. Áhugasömum bendi ég sérstaklega á blogg Sigurðar Þórs Guðjónssonar þar sem hann fylgist með hitapúlsinum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • w-blogg211224b
  • w-blogg211224
  • w-blogg121224
  • w-blogg111224a
  • w-blogg101224b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.12.): 121
  • Sl. sólarhring: 285
  • Sl. viku: 1083
  • Frá upphafi: 2421183

Annað

  • Innlit í dag: 110
  • Innlit sl. viku: 950
  • Gestir í dag: 108
  • IP-tölur í dag: 107

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband