9 Jafnþrýstilínur - jafnhitalínur

Flestir kannast við jafnþrýstilínurnar sem á veðurkortum eru dregnar í gegnum staði sem hafa sama þrýsting. Það skiptir ekki höfuðmáli hver þrýstingurinn nákvæmlega er. Enginn (jæja, kannski ert þú undantekning) finnur á sjálfum sér hvort þrýstingurinn er 970 eða 1020 hPa, 50 hPa munur. Við fáum hins vegar fréttir af því hversu langt (lárétt) er í næstu þrýstilínu. Þær fréttir berast með vindinum, því þéttar sem þrýstilínurnar liggja - því meiri er vindurinn að jafnaði.

Jafnhitalínur sem sjást á stundum á veðurkortum eru annars eðlis. Þau 50 hPa sem vitnað var hér að ofan eru í heimi jafnhitalína jafngildar um 20 stigum. Við finnum vel hvort hitinn sem við mætum þegar við komum út er plús eða mínus 10 stig. Við fáum hins vegar engar upplýsingar um hversu langt er í næstu jafnhitalínu, þess vegna gæti hún verið handan við hornið.  

Hvernig get ég sagt að 50 hPa séu 20 stig á Celsíus? Er eitthvað vit í því?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

 • w-blogg120424c
 • w-blogg120424b
 • w-blogg120424a
 • w-blogg110424b
 • w-blogg110424b

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (16.4.): 262
 • Sl. sólarhring: 286
 • Sl. viku: 2041
 • Frá upphafi: 2347775

Annað

 • Innlit í dag: 230
 • Innlit sl. viku: 1762
 • Gestir í dag: 218
 • IP-tölur í dag: 211

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband