30.8.2010 | 23:20
Veðurfræðirit á íslensku – þýdd: Veðrið (1965)
Þessi bók markaði mikil tímamót hjá ungum veðuráhugamönnum þegar hún kom út 1965. Hér Í henni er fjallað um veðurfræði á nútímavísu og ljósi varpað á fjölmörg atriði sem engar skýringar höfðu fengist á áður hér á landi. Þess er t.d. að minnast að stuttur veðurkafli í mjög góðri bók, Heimurinn okkar, var ekki mjög skiljanlegur börnum, útþensla alheimsins og sveigja rúmsins komst þar hins vegar að einhverju leyti til skila (já, það er alveg satt). Heimurinn okkar kom út á að giska áratug áður en Veðrið og vakti einnig mikinn áhuga á jarðsögunni, en veðurfræðin þar var mjög óljós þeim sem þetta skrifar.
Jón Eyþórsson veðurfræðingur þýddi bókina Veðrið en hún var ein af þeim fyrstu í svonefndu alfræðasafni Almenna bókafélagsins. Þýðingin var vandaverk, sérstaklega vegna þess að þar komu fyrir mörg hugtök sem ekki höfðu hlotið íslensk nöfn. Nýrra orða var því þörf og leysti Jón það vandamál í flestum tilvikum auk þess sem texti hans er skýr og vel fram settur.
Ég hafði ekki litið á bókina mjög lengi þar til núna fyrir nokkrum dögum. Flesthvað í henni má standa eins og það er. Hefur þó þann galla frá sjónarhóli Íslands að umfjöllun miðast við bandaríska staðhætti, ekkert er við því að gera þar sem bókin er samin með þarlenda lesendur í huga.
Sumar áherslur eru þó einkennilegar nú á dögum þrátt fyrir að vera sjálfsagðar þá. Milli 1950 og 1960 voru menn t.d. vissir um að stjórn manna á veðri væri innan seilingar. Þeirrar bjartsýni gætir á síðum bókarinnar. Menn höfðu réttilega reynt að í sumum tilvikum er hægt að stjórna úrkomumyndun í skýjum með því að dreifa yfir þau þéttikjörnum. Þetta kallar Jón Eyþórsson skýjasöllun. Fyrstu tilraunir gáfu tilefni til bjartsýni og fór hún satt best að segja mjög úr hófi. Á bls. 124 má t.d. lesa þetta:
Með tilraunum á nærviðri halda sérfræðingar samt, að mönnum geti lærzt að hafa hemil á sjálfu veðrinu. Eitt af því sem gefur hvað beztar vonir um taumhald á veðri, er skýjasöllun. Nýlegar tilraunir benda til þess að takast muni að lokum að gera óvirkar haglhríðar þær, sem nú eyðileggja oft uppskeru og önnur verðmæti, og enn fremur að eyða hinum ægilegu skýjagöndlum sem eru aflgjafar fellibylja.
Enn einkennilegri er langur kafli um áhrif veðurs á skapferli manna og meira að segja vitnað í frægar bullkenningar Ellsworth Huntington sem líklegan sannleika. Fjallað er um rit eftir dr. Clarence A. Mills (en ég þekki það ekki) þar sem því er haldið fram að ólund og fallandi loftvægi haldist í hendur, m.a. (bls.110):
En þeir, sem veikir eru fyrir, geta fallið fyrir ofurborð vegna áhrifa illviðris og lasleiki þeirra breyst í alvarlega sjúkdóma. Og veður getur hleypt slíkum fítonsanda í menn, sem eiga í sálarstríði, að þeir missi stjórn á sér og lumbri á náunganum.
Mér finnst varla trúverðugt að það sé sérstakt álag á skapferli manna að fara í rykk fram og til baka um Hellisheiðina, en á þeirri leið verða menn fyrir stærri og sneggri loftþrýstibreytingum en í öllum lægðum. Eða í lyftunni upp í turninn í Kópavogi, á efstu hæðinni er þrýstingur a.m.k. 7-8 hPa lægri en á þeirri fyrstu, aldrei kemur sú lægð hér að hún hafi við þrýstibreytingunni sem menn verða fyrir í lyftunni. Menn sem vinna í skýjakljúfum hljóta að vera óvenjutæpir á sinni.
En þetta eru aukaatriði, flest í bókinni stendur vel af sér þau 45 ár sem liðin eru frá útkomu hennar. Alfræðasafn AB var mikill fengur.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 23:23 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 37
- Sl. sólarhring: 148
- Sl. viku: 1958
- Frá upphafi: 2412622
Annað
- Innlit í dag: 37
- Innlit sl. viku: 1711
- Gestir í dag: 36
- IP-tölur í dag: 35
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Og nú vantar oss sárlega nýtískulega veðurbók út frá íslenskum staðháttum!
Sigurður Þór Guðjónsson, 30.8.2010 kl. 23:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.