Höfuðdagurinn, 29. ágúst

Höfuðdagurinn, 29. ágúst, hefur lengi verið tengdur veðurbreytingum, jafnvel talinn sá dagur þegar sumarið endar og haustið tekur við. Í veðurfræðilegum skilningi er nokkuð til í því.- að meðaltali. Sjaldan verða þó einhver sérstök skil í veðri þennan dag, þótt vissulega séu þess dæmi. Minnisstæðastur slíkra höfuðdaga er sá sem kom í lok rigningasumarsins mikla 1976, þá fór veður skyndilega í allt annan farveg. Með því að ýkja (nokkuð mikið) má halda því fram að veðurlag hafi þá breyst um stóran hluta norðurhvels. En látum þá sögu eiga sig að sinni.  

Höfuðdagurinn er víst kenndur við höfuð Jóhannesar skírara. Tímatalsbreytingin árið 1700 var trúnni á tíðarfarsmerkingu hans nokkuð erfið, en það haust í nóvember var 11 dögum sleppt úr almanakinu. Hefði það verið gert í ágúst þannig að höfuðdagurinn hefði komið strax á eftir þ.17. Ja, hvað skal segja? Það var ekki fyrr en 10. september sem 365 dagar voru liðnir frá síðasta höfuðdegi. Gat 29. ágúst þá haldið áfram að vera sá dagur sem veðrið snerist um? Var það ekki 10. september? 

Þetta var einmitt svona síðsumars 1701. Í raun og veru eru árstíðirnar tengdar gangi jarðar um sólu, en ekki merkingum á almanakinu. Leiðréttingin á almanakinu var einmitt gerð til að halda árstíðaskiptunum á réttum stað í því. Höfuðdagur veðursins horfir til sólar og stöðu hennar. 

Margir munu hafa haldið trú á gamla höfuðdaginn, en ekki tekið mark á hinum nýja. Eimdi lengi eftir af þeim stíl í Borgarfirði og menn sögðu veðrið ráðast þann dag sem réttað var í Fiskivatnsrétt á hálsinum ofan við Hermundarstaði í Þverárhlíð. Síðan voru þær réttir lagðar af og menn misstu sjónar á þeim réttardegi líka. 

Hvor höfuðdagurinn, sá í gamla stíl eða hinn í þeim nýja, er sá rétti veðurfarslega? E.t.v. má ráða í það með stækkunargleri, en geymum það gler til betri tíma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég fæ nú bara höfuðverk af að brjóta heilann um hinn rétta höfuðdag!

Sigurður Þór Guðjónsson, 29.8.2010 kl. 01:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • w-blogg211224b
  • w-blogg211224
  • w-blogg121224
  • w-blogg111224a
  • w-blogg101224b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 19
  • Sl. sólarhring: 213
  • Sl. viku: 984
  • Frá upphafi: 2420868

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 863
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband