Fyrstu fimmtán dagar janúarmánaðar 2025

Fyrstu fimmtán dagar janúar 2025. Hitinn hefur dálítið rétt sig af og er meðaltalið í Reykjavík nú -0,6 stig, -1,3 stigum neðan við meðaltal sömu daga 1991 til 2020 og -1,1 stig neðan meðallags síðustu tíu ára. Raðast hitinn nú í 19. hlýjasta sæti (af 25) á öldinni. Hlýjastir voru þessir dagar árið 2002, meðalhiti þá 4,2 stig, en kaldastir voru þeir 2023, meðalhiti -3,2 stig. Á langa listanum lendir hitinn í 86. hlýjasta sæti (af 153). Hlýjast var 1972, meðalhiti +5,9 stig, en kaldast 1918, meðalhiti -9,5 stig.

Á Akureyri er meðalhitinn nú -3,2 stig, -2,5 stigum neðan meðallags 1991 til 2020, en -2,8 stig neðan meðallags sömu daga síðustu tíu árin og í 63. hlýjasta sæti síðustu 90 ára. Kaldast var 1959, -9,2 stig (álíka og í Reykjavík 1918).

Að tiltölu hefur verið kaldast á Suðausturlandi þar sem dagarnir 15 eru þeir næstköldustu á öldinni. Á Vestfjörðum raðast þeir í 16. hlýjasta sætið.

Á einstökum veðurstöðvum hefur verið kaldast að tiltölu á Egilsstaðaflugvelli, en þar hefur hiti verið -3,4 stigum neðan meðallags síðustu tíu ára. Hiti hefur hins vegar verið í meðallagi á Þverfjalli - og líka í Ólafsvík.

Úrkoma hefur mælst 27,5 mm í Reykjavík og er það um tveir þriðju hlutar meðalúrkomu. Á Akureyri hefur úrkoman mælst 15,9 mm, um helmingur meðaltals og á Dalatanga hefur hún mælst 50 mm og er það ríflega helmingur meðaltals.

Sólskinsstundir hafa mælst 15,2 í Reykjavík, ívið fleiri en að meðaltali. Á Akureyri hafa til þessa mælst 1,2 stundir - eins og algengt er í fyrri hluta janúar.

Nota tækifærið og minni á gamlan pistil hungurdiska um veðrið sem olli Súðavíkurflóðinu fyrir 30 árum.

 


Bloggfærslur 16. janúar 2025

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg140125b
  • w-blogg140125b
  • w-blogg140125b
  • w-blogg140125a
  • w-blogg130125f

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.1.): 329
  • Sl. sólarhring: 502
  • Sl. viku: 2232
  • Frá upphafi: 2432771

Annað

  • Innlit í dag: 294
  • Innlit sl. viku: 1882
  • Gestir í dag: 275
  • IP-tölur í dag: 267

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband