Smávegis af nýliðnum janúar

Eins og fram kom í yfirliti Veðurstofunnar var nýliðinn janúar heldur kaldari á landinu en algengast hefur verið það sem af er þessari öld. Á landsvísu var meðalhitinn -0,9 stig. Það er í meðallagi 90 ára (1931-1990), en -0,5 stig neðan við meðallag síðustu tíu ára. 

w-blogg030224a

Á Austfjörðum var þetta þriðjikaldasti janúar það sem af er öldinni, en hlýjast að tiltölu var við Faxaflóa og á Suðurlandi. 

w-blogg030224b

Hér má sá meðalhæð 500 hPa-flatarins (heildregnar línur), meðalþykktina (daufar strikalínur) og þykktarvik (litafletir). Hér er miðað við 1981 til 2010 þannig að hiti í neðri hluta veðrahvolfs yfir landinu er nærri meðallagi (þykktin mælir hitann). Mjög hlýtt var yfir Kanada (kuldapollurinn Stóri-Boli lét ekki á sér kræla fyrr en í síðustu viku mánaðarins). Skandinavía endaði líka ekki fjarri meðallagi - en þar var mánuðurinn mjög tvískiptur, kuldar fyrst, en síðan hlýindi. Óvenjuleg hlýindi voru á Spáni, einkum sunnan til.

Háloftavindar mega teljast í meðallagi. Hlýindi mun meira áberandi á kortinu heldur en kuldi þó meira hafi verið um kulda talað. Sýnir kannski að vitund manna er eitthvað að hnikast til. Að sögn á nú köld vika að taka við hér á landi. 

w-blogg030224c

Spákort reiknimiðstöðvarinnar fyrir vikuna 5. til 11.febrúar er nokkuð krassandi. Hlýindin yfir Kanada sprengja kvarðann, mjög hlýtt á einnig að verða í Mið-Evrópu, en kalt hér á landi (sé að marka spána). Talan yfir landinu er -136 metrar, sé það tekið bókstaflega sem hitaspá er það -7 stig neðan meðallags. Næstu viku þar á eftir er hins vegar spáð hlýrri - þannig að heildarútkoma febrúar er langt í frá gefin. 

Við þökkum BP fyrir kort. 


Bloggfærslur 3. febrúar 2024

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg020125a
  • w-blogg020125a
  • w-blogg010125i
  • w-blogg010125
  • w-blogg271224a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.1.): 71
  • Sl. sólarhring: 1066
  • Sl. viku: 2742
  • Frá upphafi: 2426599

Annað

  • Innlit í dag: 68
  • Innlit sl. viku: 2445
  • Gestir í dag: 66
  • IP-tölur í dag: 66

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband