7.12.2024 | 22:10
Skammvinn hlýindi
Þetta er skrifað að kvöldi laugardagsins 7.desember 2024. Á morgun er spáð skammvinnum hlýindum á landinu með allmikilli úrkomu og vindi úr suðri. Síðan snýst til suðvestlægrar og vestlægrar áttar og kólnar eitthvað aftur.
Kortið sýnir stöðuna annað kvöld (sunnudagskvöld). Þá eru hlýindin í hámarki. Við sjáum hæð 500 hPa-flatarins (heildregnar línur) og þykktina (sýnd í lit). Þykktin mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs og á að fara í um 5520 metra þegar mest verður (sumarhlýindagildi). Svona hlýtt loft heimsækir okkur endrum og sinnum í desember. Skyndifletting stingur upp á að það gerist á 7-8 ára fresti að jafnaði (en ójafnt samt).
Ekki eru nema fimm ár síðan ámóta - eða lítið eitt hlýrra - loft fór hjá í desember. Þá urðu þau tíðindi að landsmánaðarhitamet var sett í Kvískerjum í Öræfum og hiti á fleiri stöðvum varð hærri heldur en áður hafði mælst í mánuðinum. Um það má lesa í gömlum pistli hungurdiska.
Ekkert kort fylgdi pistlinum 2019 þannig að við lítum á það hér. Þetta er auðvitað svipað að útliti, heldur efnismeira þó 2019 heldur en nú. Að þessu sinni stendur hlýja loftið líka styttra við og þarf að takast á við bæði klaka og snjó (sem er orkufrekt) þannig að varla er von á stórtíðindametum, en dægurmetahrina er næsta vís á fjölda stöðva (ekki víst að landsdægurmet verði slegin).
Sumir muna e.t.v. að í desember 2019 þurfti ekki að bíða nema viku frá hlýindunum eftir einu versta veðri síðari ára hér á landi. Þeir sem urðu fyrir því gleyma ekki, en líklega eru samt flestir aðrir farnir að ryðga - og þurfa að leggjast í minnisuppgröft.
Þótt skyndihlýindi á þessum tíma árs séu raunar sjaldnast mikið fagnaðarefni hagar þó þannig til nú víða um sunnan- og vestanvert landið að illur en þunnur klaki liggur á gangstéttum og plönum, gott væri að losna við hann. Hvað þessum skammvinnu hlýindum verður ágengt í því verður bara að koma í ljós. Svo óheppilega hagar til að frost hefur hlaupið nokkuð í jörð og verður viðvarandi hætta á frostrigningu (eða einu af afbrigðum hennar) hér eftir - eða allt þar til sankti-Pétur setur vermisteininn í jörðina á messu sinni 22.febrúar. Af einhverjum illskiljanlegum ástæðum er þessarar dagsetningar ekki lengur getið í Almanaki Háskólans - og er það gagnrýnivert (alveg satt). Annars þarf langvinna hláku (margra daga hlýindi) til að bjarga málum. Skyndihlýindum á frosna jörð fylgja oft furðumiklir vatnavextir því svampeiginleikar jarðvegarins njóta sín ekki - allt rennur á yfirborði (sem er eins og stálskúffa - minnir mig að Sigurjón Rist hafi einhverju sinni sagt undir svipuðum kringumstæðum). Vonandi verður úrkoma þó í einhverju hófi - en rétt að gefa henni gaum.
Bloggfærslur 7. desember 2024
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.12.): 511
- Sl. sólarhring: 514
- Sl. viku: 2138
- Frá upphafi: 2418892
Annað
- Innlit í dag: 450
- Innlit sl. viku: 1887
- Gestir í dag: 404
- IP-tölur í dag: 389
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010