Spáđ í ársmeđalhitann

Fyrir nokkrum dögum birtist hér á hungurdiskum pistill um hita íslenska ársins (frá fyrsta vetrardegi 2023 til síđasta vetrardags 2024). Í ljós kom ađ hann var í lćgra lagi miđađ viđ tískuna síđustu áratugi, sá lćgsti frá ţví fyrir aldamót. Í framhaldi af ţví var ritstjórinn spurđur hvort sama yrđi međ áriđ í heild.

Sannleikurinn er auđvitađ sá ađ ekki er enn hćgt ađ reikna međalhita ársins alls - tveir mánuđir eru til loka ţess. Alţjóđaveđurfrćđistofnunin (WMO) hefur fyrir löngu tekiđ upp ţann plagsiđ ađ gefa út yfirlýsingar um ársmeđalhitann löngu áđur er áriđ er liđiđ. Ritstjóri hungurdiska er ekkert allt of hrifinn af slíku - en hefur samt stundum áđur látiđ tilleiđast ađ gera ámóta reikninga. 

Ţeir fara ţannig fram ađ međalhiti fyrstu tíu mánađanna er reiknađur fyrir fjölda ára og borinn saman viđ endanlegan međalhita sama árs. Svo er athugađ hvernig fer allmennt fyrir áćtlunum. 

Myndin hér ađ neđan sýnir mismun međalhita ársins og međalhita fyrstu tíu mánađa ţess í byggđum landsins.

w-blogg311024b

Viđ leyfum okkur ţađ óhóf ađ fara 200 ár aftur í tímann. Međalmunurinn er um 0,7 stig. Međalhiti fyrstu tíu mánađa ţessa árs er 4,1 stig og líklegur ársmeđalhiti ţví 3,4 stig. En í raunveruleikanum eru nokkrar sveiflur frá ári til árs. Mestur var munurinn áriđ 1880. Ţađ hafđi veriđ sérlega hlýtt, en síđustu tveir mánuđir ársins voru alveg sérlega kaldir. Spá um međalhita ţess árs gerđ í lok október hefđi tekist mjög illa. Svipađ má segja um fleiri ár, t.d. 1824 og 1841, en í ţeim tilvikum lauk árinu á óvenjulegum kuldaköflum. Á síđari árum munar mest 1973 en margir muna enn ţá miklu kulda sem gerđi ţá síđustu tvo mánuđi ársins. 

Međalhiti hefur alltaf lćkkađ frá 10-mánađa međaltalinu yfir í ársmeđaltaliđ. Minnstu munađi ţó haustiđ 2002, en ţá voru nóvember og desember alveg sérlega hlýir. 

Viđ getum líka gert ţetta á annan hátt. Reiknađ línulega ađfallsjöfnu:

w-blogg311024a

Dreifiritiđ lítur svona út. Viđ sjáum ađ sambandiđ er harla gott. Örfá ár hanga neđan í ađalskýinu. Ţađ eru ţau sömu og viđ höfum nefnt. Lítilsháttar halli er á línunni. Séu fyrstu tíu mánuđirnir hlýir verđur munurinn á ársmeđalhitanum og tíumánađahitanum heldur meiri en ţegar mjög kalt er. En munurinn er ţó ekki mikill. Ef viđ reiknum út spá fyrir áriđ í ár međ ţessari ađferđ verđur niđurstađan sú sama og áđur, 3,4 stig. Viđ sjáum líka ađ ţrátt fyrir ađ mörgum hafi ţótt veđur frekar kalt er međaltaliđ í ár ţó ofan međaltal tímabilsins alls. Hefđu fyrstu tíu mánuđirnir veriđ óvenjuhlýir hefđum viđ samkvćmt ţessum reikninum ţurft ađ draga meira frá tíumánađahitanum heldur en međaltaliđ (0,7 stig). 

En hvađ gerist svo? Ţađ vitum viđ ekkert um. Verđi nóvember og desember sérlega hlýir gćti ársmeđalhitinn hangiđ í 3,8 stigum eđa svo. Ţađ yrđi ţá kaldasta ár frá 2015. Standist spáin um 3,4 stig verđur áriđ hins vegar ţađ kaldasta síđan 1998. Verđi nóvember og desember óvenjukaldir, verđur áriđ e.t.v. ţađ kaldasta frá 1995. En ţá var međalhiti á landsvísu ekki nema 2,8 stig. Til ţess ađ hrapa um 1,3 stig eđa meira frá tíumánađahitanum nú ţurfum viđ nóvember og desember eins og 1973 (eđa nćrri ţví). Einhvern veginn vonar ritstjórinn ađ svo verđi ekki - en smekkur manna er misjafn eins og gengur.

Viđ reynum hins vegar ađ gleyma ţessari spá eins fljótt og mögulegt er. 


Bloggfćrslur 31. október 2024

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg311024a
  • w-blogg311024b
  • Slide10
  • Slide9
  • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.11.): 13
  • Sl. sólarhring: 310
  • Sl. viku: 1289
  • Frá upphafi: 2406438

Annađ

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 1156
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband