Fyrstu 20 dagar júnímánaðar

Meðalhiti fyrstu 20 daga júnímánaðar er 9,3 stig í Reykjavík. Það er -0,2 stigum neðan meðallags sömu daga 1991 til 2020 og -0,3 stigum neðan meðallags síðustu tíu ára. Meðalhitinn raðast í 16. hlýjasta sæti (af 23) á öldinni. Hlýjastir voru þessir dagar árið 2002, meðalhiti þá 11,5 stig, en kaldastir 2011, meðalhiti 7,8 stig. Á langa listanum er hitinn nú í 54. sæti (af 151). Á þessum langa tíma var hlýjast 2002, en kaldast var 1885, meðalhiti þá 6,6 stig.

Tíu hitaathuganir frá Akureyri hafa ekki enn skilað sér í gagnagrunninn - þannig að meðalhitinn reiknast ekki. Samt er ljóst að þetta er hlýjasta júníbyrjun þar að minnsta kosti frá 1936.

Sem fyrr er hita mjög misskipt milli landshluta. Á spásvæðunum frá Ströndum og Norðurlandi vestra, austur og síðan suður um til Suðausturlands er þetta hlýjasta júníbyrjun aldarinnar og sömuleiðis á Miðhálendinu. Á Vestfjörðum raðast hún í 7. hlýjasta sæti, 10. hlýjasta við Breiðafjörð, 14. hlýjasta á Suðurlandi og 16. hlýjasta við Faxaflóa. Miðað við síðustu tíu ár er vikið mest á Eyjabökkum, +5,8 stig, en neikvætt vik er mest á Bláfeldi þar sem hiti er -0,9 stig neðan meðallags síðustu tíu ára.

Úrkoma hefur mælst 42,1 mm í Reykjavík, um 50 prósent umfram meðallag, en á Akureyri hafa aðeins mælst 2,9 mm og er það um fimmtungur meðalúrkomu - en hefur nokkrum sinnum mælst minni sömu daga.

Sólskinsstundir hafa mælst 61,9 í Reykjavík og er það 64 færri en í meðalári og hafa aðeins 8 sinnum mælst færri sömu daga síðustu hundrað árin rúm. Fæstar 37,5, 1988. Á Akureyri hafa sólskinsstundirnar mælst 170,3, 44 fleiri en í meðalári.

Loftþrýstingur hefur verið mjög hár, hefur aðeins 5 sinnum verið hærri fyrstu 20 daga júní frá upphafi mælinga fyrir rúmum 200 árum - en spár benda til þess að hann muni falla talsvert næstu daga.


Bloggfærslur 21. júní 2023

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 87
  • Sl. viku: 1382
  • Frá upphafi: 2350966

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 1198
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband