Fyrstu 20 dagar maímánaðar

Fyrstu 20 dagar maímánaðar hafa verið hlýir hér á landi. Meðalhiti í Reykjavík er 7,1 stig, +1,1 stig ofan meðallags sömu daga 1991-2020 og meðaltals síðustu tíu ára. Hitinn raðast þar í 8. hlýjasta sæti aldarinnar (af 23). Hlýjastir voru sömu dagar í maí 2008 (8,1 stig), en kaldastir 2015 (3,7 stig). Á langa listanum er raðast hitinn í Reykjavík í 29. hlýjasta sæti (af 149). Hlýjast var 1960, meðalhiti þá 9,3 stig, en kaldast 1979, meðalhiti ekki nema 0,6 stig.

Á Akureyri er meðalhiti nú 7,5 stig, +2,1 stigi ofan meðallags 1991-2020 og +2,3 stig ofan meðallags síðustu tíu ára.

Þetta er næsthlýjasta maíbyrjun aldarinnar á Norðurlandi eystra, Austurlandi og á Miðhálendinu, en sú sjöundahlýjasta á Ströndum og Norðurlandi vestra. Miðað við síðustu tíu ár hefur verið hlýjast á Brúaröræfum, þar er hiti nú +4,0 stigum ofan meðallags, en kaldast að tiltölu hefur verið á Reykjum í Hrútafirði, +0,6 stig ofan meðallags.

Úrkoma hefur verið mikil í Reykjavík, hefur mælst 73,0 mm og er það meir en tvöföld meðalúrkoma sömu daga, sú mesta á öldinni, en sú fimmtamesta frá upphafi mælinga. Mest var hún sömu daga 1991, 104,4 mm. Á Akureyri hefur úrkoman mælst 8,2 mm, það er um helmingur meðalúrkomu.

Sólarlitið hefur verið suðvestanlands. Sólskinsstundir hafa mælst 63,1 í Reykjavík, rúmum 70 stundum færri en að meðaltali og hafa aðeins fjórum sinnum mælst færri sömu daga síðustu 111 ár, fæstar 49,2 árið 1980. Á Akureyri hafa sólskinsstundirnar mælst 126,8 og er það 18,1 stund umfram meðallag.


Bloggfærslur 21. maí 2023

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 230
  • Sl. sólarhring: 234
  • Sl. viku: 2055
  • Frá upphafi: 2350791

Annað

  • Innlit í dag: 211
  • Innlit sl. viku: 1839
  • Gestir í dag: 205
  • IP-tölur í dag: 204

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband