Enn af spáóróa (skemmtideildin með sýningu)

Nú í kvöld (miðvikudag 27.desember) býður skemmtideild evrópureiknimiðstöðvarinnar upp á atriði sem vonandi tekur ekki upp á því að raungerast - fjórir dagar eru enn í það. Annars hefur tölvuspám farið svo fram á síðustu tímum að maður veit svosem aldrei hvað er skemmtun og hvað er fúlasta alvara. 

Tvisvar á dag reiknar miðstöðin 51 spárunu frá sama athugunartíma, hringlar lítillega í greiningunni og athugar hvað kemur út. Ein spá er alveg hringllaus - sú sem við nær undantekningalaust notum hér á hungurdiskum. Að auki er reiknimiðstöðin þar að auki að fikta við gervigreindarspár sem eru reyndar byggðar á greiningu og eldri gögnum hennar. 

Lítum nú á úrkomuspá fyrir Reykjavík næstu tíu daga, frá hádegi í dag (27.desember) til 6.janúar. 

w-blogg271223a

Á efri hluta myndarinnar má sjá úrkomuspárit fyrir þessa daga. Sýnir úrkomu á 6 klst fresti, Kvarðinn lengst til vinstri sýnir magn í mm. Fyrir neðan er skýringarmynd. Á bakvið hverja súlu (strik) á lárétta ásnum eru 51 spá. Búinn er til listi yfir 6 klukkustunda úrkomu allra spánna á hverjum spátíma og raðað upp eftir magni. Síðan er talið ofan frá - mesta úrkoman fyrst, síðan koll af kolli, fimm úrkomumestu spárnar eru merktar sem strik. Magnið þegar sjötta spáin bætist við breytir strikinu úr svörtu í blátt, þegar svo 13 spár eru komnar inn á listann breikkar strikið og þegar helmingur spánna er kominn er sett strik í bláa litinn.

Svo vill til að flestar spárnar eru að spá lítilli úrkomu í þessu tilviki, helmingsstrikið rétt sést birtast í kringum 1 mm aðfaranótt gamlársdags - annars er úrkoma langoftast engin - nema í um 5 spám. 

Svo vill hins vegar til að „aðalspáin“ - sú óhringlaða - er í þessum úrkomugæfa flokki. Hún er sýnd sérstaklega með blárri línu sem reikar um myndina. Og það ótrúlega er að hún er að sýna samtals meir en 50 mm úrkomu í Reykjavík síðdegis á gamlaársdag og fram undir hádegi á nýársdag. Ef úr yrði myndi nær allt falla sem snjór. 

Kortið sýnir hvað um er að ræða. Örmjótt, nærri kyrrstætt úrkomubelti yfir Suðvesturlandi. Meir en 45 spár sýna hins vegar nær enga úrkomu - við vitum ekki hvort úrkomusvæðið er í þeim spám eða hvort það er þar - en lendir bara annars staðar. 

Þar sem þessi spá er með talsverðum ólíkindum er ákveðin tregða með að trúa henni - en hún er alla vega gott skemmtiatriði í fásinninu. 

Bandaríska spáin er sem stendur þurr í Reykjavík á gamlárskvöld - þótt lægðardrög séu þar á sveimi - eins og verið hefur í flestum spám undanfarna daga. . 


Bloggfærslur 28. desember 2023

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg050125a
  • w-blogg040125ia
  • w-blogg040125b
  • w-blogg040125a
  • w-blogg020125a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.1.): 39
  • Sl. sólarhring: 704
  • Sl. viku: 3788
  • Frá upphafi: 2428619

Annað

  • Innlit í dag: 31
  • Innlit sl. viku: 3380
  • Gestir í dag: 30
  • IP-tölur í dag: 29

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband