Fyrstu 20 dagar janúarmánaðar

Fyrstu 20 dagar janúarmánaðar hafa verið kaldir. Meðalhiti í Reykjavík er -3,5 stig og er það -4,0 stigum neðan meðallags áranna 1991-2020 og -4,5 stigum neðan meðallags síðustu tíu ára. Þetta er kaldast meðal sömu daga á öldinni, hlýjastir voru þeir árið 2002, meðalhiti þá +4,1 stig. Á langa listanum er hiti nú í 139. sæti (af 151) - langt síðan við höfum komist svo neðarlega á þeim lista (yfirleitt). Kaldast var 1918 meðalhiti þá -10,6 stig, en hlýjastir voru þessir sömu 20 dagar árið 1972, meðalhiti þá +4,7 stig.
 
Á Akureyri er meðalhiti fyrstu 20 daga mánaðarins -2,9 stig. Það er -2,1 stigi neðan meðallags 1991 til 2020 og -2,7 stigum neðan meðallags síðustu tíu ára. Þetta er ekki nærri því eins óvenjulegt vik og vikið í Reykjavík. Frá 1936 (við eigum daglegar tölur ekki lengra aftur í tölvutæku formi) hafa fyrstu 20 dagar janúar 31 sinni verið kaldari heldur en nú (kaldastir 1959, en þá var meðalhiti þeirra -9,0 stig.
 
Þessir janúardagar eru þeir köldustu á öldinni við Faxaflóa, Breiðafjörð, á Ströndum og Norðurlandi vestra og á Suðurlandi. En þriðjukaldastir á Vestfjörðum, Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi, Austfjörðum og á Miðhálendinu. Á einstökum stöðvum er neikvæða vikið miðað við síðustu tíu ár minnst á Fáskrúðsfirði, -1,4 stig, en mest á Þingvöllum, -6,9 stig.
 
Úrkoma hafur mælst 30,0 mm í Reykjavík og er það nærri meðallagi. Á Akureyri hefur hún mælst 32,4 mm, sem er um þrír fjórðu hlutar meðalúrkomu þar.
 
Sólskinsstundir hafa mælst óvenjumargar í Reykjavík, 45,4, 33 stundum umfram meðallag. Lítillega fleiri stundir mældust sömu daga 1959.

Bloggfærslur 21. janúar 2023

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 109
  • Sl. viku: 1285
  • Frá upphafi: 2351070

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 1107
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband