Óvenjumikill munur á mánaðameðalhita

Margir hafa nefnt við ritstjóra hungurdiska hið óvenjulega meðalhitafall milli nóvember- og desembermánaða síðasta árs (2022). Sérlaga hlýtt var í nóvember en kalt í desember. Munur á milli meðalhita mánaðanna var allvíða um og yfir 10 stig, mestur þó á Þingvöllum. (9,0 stig í Reykjavík). 

Meðalhiti á Þingvöllum var +4,6 stig í nóvember, en -7,1 stig í desember. Þetta var næsthlýjasti nóvember sem vitað er um (heldur hlýrra var 1945). Desember er aftur á móti sá kaldasti sem vitað er um þar um slóðir. Munurinn á meðalhita mánaðanna tveggja nú var 11,7 stig. Sýnist í fljótu bragði (en þó ekki að alveg óathuguðu máli) að þetta sé mesta hitafall milli meðalhita tveggja mánaða á Íslandi. [Hiti féll um 10,2 stig við Mývatn á milli október og nóvember 1996].

Þetta slær þó ekki út mestu breytingu í hina áttina - meðalhiti í mars 1881 var -19,8 stig á Siglufirði, en +0,1 stig í apríl (munur 19,9 stig). Munurinn milli hita þessara mánaða var 16,3 stig í Stykkishólmi og 15,5 stig í Grímsey (áreiðanlegri meðaltöl heldur en þau frá Siglufirði).

Að meðaltali er munur á hita hlýjasta og kaldasta mánaðar ársins á Þingvöllum 14,8 stig, var mestur 1936, 20,2 stig, en minnstur 10,4 stig, 1972. Árið 2022 var hann 17,5 stig. Samfelldar mælingar á Þingvöllum og nágrenni ná aftur til sumarsins 1934.


Bloggfærslur 14. janúar 2023

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg170925b
  • w-blogg170925a
  • w-blogg130925-ak-a
  • w-blogg130925a
  • w-blogg130925b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.9.): 165
  • Sl. sólarhring: 433
  • Sl. viku: 1720
  • Frá upphafi: 2499322

Annað

  • Innlit í dag: 150
  • Innlit sl. viku: 1569
  • Gestir í dag: 148
  • IP-tölur í dag: 144

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband