Fyrstu 20 dagar ágústmánaðar

Heldur svalir fyrstu 20 dagar ágústmánaðar, um meginhluta landsins. Meðalhiti í Reykjavík er 10,0 stig, -1,4 stigum neðan meðallags áranna 1991 til 2020 og síðustu tíu ára. Þetta er kaldasta ágústbyrjun aldarinnar í Reykjavík og kaldasta frá 1993. Hlýjastir voru sömu dagar árið 2004, meðalhiti þá 13,5 stig. Er það jafnframt hæsta talan á langa listanum (sem nær til 150 ára. Á honum eru dagarnir nú í 122. hlýjasta sæti. Kaldast var 1912, meðalhiti 7,6 stig.
 
Á Akureyri er meðalhiti fyrstu 20 daga ágústmánaðar 10,1 stig, -1,0 stigi neðan meðallags 1991 til 2020 og meðallags síðustu tíu ára.
 
Dagarnir 20 eru kaldastir almanaksbræðra sinna á öldinni við Faxaflóa og á Suðurlandi, næstkaldastir á Miðhálendinu. Að tiltölu hefur verið hlýjast á Austurlandi að Glettingi og Austfjörðum, þar er hitinn í 14. hlýjasta sæti aldarinnar.
 
Hiti er +0,6 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára á Gjögurflugvelli og +0,1 stig á Dalatanga. Á öllum öðrum stöðvum er hiti neðan meðallags. Sem fyrr er að tiltölu kaldast í Bláfjallaskála, vikið þar er -2,4 stig og -2,0 stig á Skálafelli.
 
Úrkoma í Reykjavík hefur mælst 35 mm og er það í meðallagi. Á Akureyri hefur hún mælst 19,9 mm og er það í kringum 80 prósent meðalúrkomu.
 
Sólskinsstundir í Reykjavík hafa mælst 115,6 og er það í meðallagi. Á Akureyri hafa mælst 94,2 sólskinsstundir sem er líka í meðallagi.
 
Eins og fram hefur komið á þessum vettvangi áður hafa hlýir dagar verið mjög fáir í sumar, sérstaklega um landið sunnan- og vestanvert, en einnig sums staðar fyrir norðan og austan. Ritstjóri hungurdiska telur árlega það sem hann kallar sumardaga í Reykjavík og reiknar sumareinkunn. Sumardagar hafa verið sérlega fáir í Reykjavík það sem af er sumri (6). Þeir langfæstu á öldinni. En bíðum mánaðamóta og uppgjörs þar sem nánari grein verður gerð fyrir tölunum.

Bloggfærslur 21. ágúst 2022

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 24
  • Sl. sólarhring: 76
  • Sl. viku: 665
  • Frá upphafi: 2351226

Annað

  • Innlit í dag: 23
  • Innlit sl. viku: 597
  • Gestir í dag: 22
  • IP-tölur í dag: 22

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband