Afmælishugleiðing

Um þessar mundir eru liðin 12 ár frá upphafi bloggs ritstjóra hungurdiska. Færslurnar orðnar 2987 - lengri og lengri tími líður þó á milli (að meðaltali) en áður var - en innihaldið rýrnar vonandi ekki svo mjög (að meðaltali). Ekki hefur verið mjög mikið um endurtekningar eða endurvinnslu - en slíks væri sannarlega þörf. Síðustu árin hefur mest rými farið í veðurannála - rifjað upp veður liðins tíma, bæði ára og farið í gegnum einstaka viðburði. Mikið er eftir óunnið - fórnar ritstjórinn oft höndum yfir því öllu saman. 

En ritstjórinn þakkar enn og aftur jákvæðar undirtektir þessi 12 ár - sömuleiðis eru þakkir til Morgunblaðsins fyrir hýsingu og birtingu.

Fyrir 8 árum birti ritstjórinn 70 pistla með myndum á fjasbókarsíðu hungurdiska undir fyrirsögninni „Skýið“. Textarnir eru óformlegir - og myndirnar oftast ekki góðar. Í viðhenginu má finna samantekt þessara pistla - þeir eru ekki prófarkalesnir eða brotnir um - virðið það til betri vegar. Skjalið er á pdf-sniði og nokkuð stórt (13 Mb). 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Bloggfærslur 20. ágúst 2022

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • w-blogg120525a
  • w-blogg080525a
  • w-blogg070525b
  • w-blogg070525a
  • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 10
  • Sl. sólarhring: 546
  • Sl. viku: 2019
  • Frá upphafi: 2466708

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 1869
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband