Meira af maí

Loftþrýstingur var með lægra móti í maímánuði, þó ekki eins lágur og fyrir fjórum árum, 2018. 

w-blogg010622a

Kortið (að vanda úr smiðju BP og evrópureiknimiðstöðvarinnar) sýnir meðalsjávarmálsþrýsting (heildregnar línur) og þrýstivik (litir). Á bláu svæðunum er þrýstingur neðan meðallags, hér á landi um -6 hPa. Austan og norðaustanáttir voru því tíðari heldur en að meðallagi. 

w-blogg010622b

Þrátt fyrir norðaustanáttina var ekki kalt. Vestanáttin í háloftunum var lítillega sterkari en að meðallagi, en sunnanátt nærri meðallagi (heildregnar línur sýna meðalhæð 500 hPa-flatarins. Daufar strikalínur sýna þykktina, en litir þykktarvik. Þykktin mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs og var hún lítillega  yfir meðallagi yfir landinu - enda var hiti víðast hvar ofan meðallags. Kalt var á Grænlandi og sömuleiðis austur í Finnlandi, en mjög hlýtt á Spáni og í Frakklandi og yfir hluta Kanada. 

Mánaðarmeðaltalið felur nokkra tvískiptingu veðurlags í mánuðinum. Kalt var framan af, og var sá hluti hans í flokki 3 til 4 köldustu á öldinni, en síðan rétti hitinn sig af og síðari hlutinn var hlýr, og nokkrir dagar mjög hlýir. 


Bloggfærslur 1. júní 2022

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 17
  • Sl. sólarhring: 60
  • Sl. viku: 1615
  • Frá upphafi: 2350892

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 1413
  • Gestir í dag: 16
  • IP-tölur í dag: 16

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband