Tuttugu janúardagar

Meðalhiti fyrstu 20 daga janúarmánaðar í Reykjavík er +1,4 stig. Það er +0,8 stigum ofan meðallags sömu daga áranna 1991 til 2020 og +0,4 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára. Hitinn raðast í 8. hlýjasta sæti (af 22) á öldinni. Hlýjast var þessa daga árið 2002, meðalhiti þá +4,1 stig, en kaldastir voru þeir 2007, meðalhiti -2,5 stig. Á langa listanum er hiti nú í 33 sæti (af 150). Hlýjast var 1972, meðalhiti +4,7 stig, en kaldast 1918, meðalhiti -10,6 stig.
 
Á Akureyri er meðalhiti nú +0,3 stig. Það er +1,1 stigi ofan meðallags 1991 til 2020 og +0,5 stigum ofan meðallags síðust tíu ára.
 
Að tiltölu hefur verið hlýjast á Suðaustur- og Suðurlandi, hiti þar raðast í 7. hlýjasta sæti aldarinnar. Kaldast hefur verið á Austfjörðum þar sem hitinn raðast í 12. hlýjasta sæti.
 
Miðað við síðustu tíu ár hefur að tiltölu verið hlýjast á Eyrarbakka. Þar er hiti +1,0 stig ofan meðallags. Kaldast að tiltölu hefur verið á Skagatá, þar er hiti -1,2 stigum neðan meðallags síðustu tíu ára.
 
Úrkoma hefur verið mikil suðvestanlands, hefur mælst 106,6 mm í Reykjavík - hátt í tvöföld meðalúrkoma sömu daga, en ekki nærri meti þó. Á Akureyri hefur úrkoman mælst 34,6 mm og er það um 80 prósent meðalúrkomu.
 
Sólskinsstundir hafa mælst 8,9 í Reykjavík. Er það í tæpu meðallagi. Á Akureyri hafa sólskinsstundirnar mælst 2,6.
 
Veður hefur verið mjög umhleypingasamt - oftar þó hlýtt en kalt. Í nótt (aðfaranótt 21.) fór hiti í 17,6 stig á Bakkagerði á Borgarfirði eystra, og 17,3 stig á Seyðisfirði. Þetta eru ný landshámarkshitadægurmet, slíkt met var einnig slegið í gær. Sýnist ritstjóra hungurdiska að þetta sé líka hæsti hiti sem mælst hefur á landinu bóndadaginn, fyrsta dag þorra. Þó þetta séu háar tölur eru þær þó lægri heldur en landshitamet janúarmánaðar, 19,6 stig, sett á Dalatanga 15.janúar árið 2000.

Bloggfærslur 21. janúar 2022

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 224
  • Sl. sólarhring: 239
  • Sl. viku: 2049
  • Frá upphafi: 2350785

Annað

  • Innlit í dag: 206
  • Innlit sl. viku: 1834
  • Gestir í dag: 200
  • IP-tölur í dag: 199

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband