Tuttugu septemberdagar 2021

Tuttugu fyrstu dagar september hafa verið hlýir hér á landi. Meðalhiti í Reykjavík er 10,1 stig, +1,1 stig ofan meðallags áranna 1991-2020 og +1,2 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára. Sömu dagar hafa þrisvar verið hlýrri í Reykjavík á þessari öld, hlýjastir voru þeir 2006, meðalhiti 10,9 stig, en kaldastir voru dagarnir 20 árið 2013, meðalhiti þá 7,2 stig. Á langa listanum er hitinn í 13.hlýjasta sæti (af 146). Hlýjast var 1939, meðalhiti 12.0 stig, en kaldast 1979, meðalhiti þá aðeins 5,3 stig.

Á Akureyri er meðalhiti dagana 20 nú 11,0 stig, +2,2 stigum ofan meðallags 1991 til 2020, en +2,4 ofan meðallags síðustu tíu ára.

Hiti er ofan meðallags síðustu tíu ára um land allt. Hlýjast að tiltölu hefur verið á Austurlandi og Austfjörðum, þar eru dagarnir þeir næsthlýjustu á öldinni, en minnst eru hlýindin á Suðausturlandi við Faxaflóa og Breiðafjörð, í 5.hlýjasta sæti aldarinnar að jafnaði.

Jákvæða hitavikið er mest á Gjögurflugvelli miðað við síðustu 10 ár, +3,0 stig, en minnst á Garðskagavita, +0,5 stig.

Úrkoma hefur mælst 91,4 mm í Reykjavík, um 60 prósent umfram meðallag. Á Akureyri hefur úrkoman mælst 35,0 mm og er það í meðallagi.

Sólskinsstundir eru sérlega fáar í Reykjavík, hafa aðeins mælst 33,5 það sem af er mánuði og hafa aðeins fjórum sinnum mælst færri sömu daga síðustu 100 árin rúm, síðast árið 2009 og 1996.


Bloggfærslur 21. september 2021

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 107
  • Sl. viku: 1282
  • Frá upphafi: 2351067

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 1104
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband