Hálfur september

Fyrri hluti september hefur verið hlýr á landinu. Meðalhiti í Reykjavík er +10,7 stig, +1,4 stigum ofan meðallags 1991-2020 og +1,5 stigum ofan meðallags sömu daga síðustu tíu árin. Hitinn raðast í 5. hlýjasta sæti (af 21) á öldinni. Hlýjast var 2010, meðalhiti þá 12,2 stig, en kaldastir voru dagarnir 15 árið 2012, meðalhiti 7,7 stig. Á langa listanum er hitinn nú í 13.hlýjasta sæti (af 145). Kaldast var þessa sömu daga 1992, meðalhiti +5,6 stig.

Á Akureyri er meðalhiti nú +11,6 stig, +2,5 stigum ofan meðallags 1991-2020 og +2,7 yfir meðallagi síðustu tíu ára. Þrjátíu daga meðalhitinn á Akureyri er enn yfir 13 stigum (13,3 stig).

Að tiltölu hefur verið hlýjast um landið norðan- og norðaustanvert, þar raðast hitinn í 4.hlýjasta sæti á öldinni, en kaldast að tiltölu hefur verið á Suðausturlandi þar sem hiti raðast í 7.hlýjasta sæti.

Á einstökum veðurstöðvum hefur verið hlýjast að tiltölu á Gjögurflugvelli þar sem hiti er nú +3,7 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára. Kaldast að tiltölu hefur verið á Höfn í Hornafirði, hiti þar +0,6 stig ofan meðallags.

Úrkoma í Reykjavík hefur mælst 52,6 mm, fjórðung umfram meðallags. Á Akureyri hefur úrkoman mælst 21,1 mm og er það um 80 prósent meðalúrkomu.

Sólskinsstundir hafa verið fáar í Reykjavík, aðeins 24,4, það er 40 stundum færri en að meðaltali 1991-2020. Aðeins er vitað um 6 tilvik með færri sólskinsstundum í Reykjavík síðustu 100 árin rúm. Síðast 2009. Fæstar voru sólskinsstundirnar í fyrri hluta september árið 1943, aðeins 4,1, en flestar 2011, 119,8.


Bloggfærslur 16. september 2021

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 109
  • Sl. viku: 1285
  • Frá upphafi: 2351070

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 1107
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband