Hálfur maí

Meðalhiti fyrri hluta maímánaðar er 4,1 stig í Reykjavík, -1,8 stigum neðan meðallags sömu daga árin 1991 til 2020 og líka síðustu tíu ára og í 19.hlýjasta sæti (af 21.) á þessari öld (kaldara var 2003 (3,9 stig) og 2015, 2,8 stig), hlýjast var 2008, meðalhiti 8,3 stig. Á langa listanum er hitinn í 111.sæti (af 145). Kaldastir voru sömu dagar 1979 - meðalhiti þá +0,3 stig, en hlýjastir voru þeir 1960, meðalhiti 9,4 stig.

Á Akureyri er meðalhitinn 2,2 stig, -3,0 neðan meðallag 1991 til 2020 og -2,7 neðan meðallags síðustu tíu ára.

Víðast hvar á landinu er þetta næstkaldasti fyrri hluti maí á öldinni, nokkru kaldara var á sama tíma 2015. Að tiltölu hefur verið hlýjast í Bláfjöllum, hiti þar -1,4 neðan meðallags síðustu tíu ára, en kaldast hefur verið á Fjarðarheiði, og við Kárahnjúka hiti -4,2 stig neðan meðallags.

Úrkoma hefur verið lítil, í Reykjavík hafa aðeins mælst 2,1 mm, en hefur nokkrum sinnum verið minni. Á Akureyri hafa aðeins mælst 2,6 mm - en þar hefur líka verið þurrara nokkrum sinnum.

Sólskinsstundir í Reykjavík eru óvenjumargar, 196,4 hafa mælst til þessa, meira en áður. Næstmest mældist 1958, 190,0 stundir. Hefði sami mælir verið notaður þá er líklegt að fleiri stundir eða jafnmargar hefðu mælst og nú (um þetta vandamál er fjallað í sérstökum pistli).

Loftþrýstingur hefur enn verið hár - en er þó sem fyrr ekki nærri meti.


Bloggfærslur 16. maí 2021

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg020524b
  • w-blogg020524a
  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 26
  • Sl. sólarhring: 332
  • Sl. viku: 1042
  • Frá upphafi: 2351917

Annað

  • Innlit í dag: 25
  • Innlit sl. viku: 945
  • Gestir í dag: 25
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband