Snyrtileg smálægð

Smálægð fer yfir landið á morgun, sunnudag 25.apríl. Hún er svo grunn að varla má greina heildregna jafnþrýstilínu í kringum miðjuna.

w-blogg240421a

Klukkan 9 í fyrramálið á hin mjög svo ógreinilega lægðarmiðja að vera við Vestmannaeyjar - eða einhvers staðar við suðvesturströndina. Varla að lægðin sjáist á þessu spákorti evrópureiknimiðstöðvarinnar. En eins og kortið sýnir er töluverð úrkoma samfara lægðinni - misdreifð en talað um 15 til 30 mm sólarhringsúrkomu á stöku stað. Ef kortið er skoðað nánar má sjá litla þríhyrninga merkta í úrkomusvæðið. Það segir okkur að þetta sé svonefnd klakkaúrkoma - orðin til vegna þess hversu óstöðugt loftið er. Mestu úrkoman á að ganga yfir höfuðborgarsvæðið í nótt - en verður misáköf eftir svæðum - kannski 3 til 6 mm/klst þar sem mest verður - en víðast minna. - Þeir sem nenna geta rifjað upp gamlan hungursdiskapistil um úrkomuákefð.

En lægðin er ekki alveg öll þar sem hún sýnist. Uppi í 5 km hæð (500 hPa) sjáum við töluvert öfluga lægð - smáa um sig að vísu, en þar eru þéttar jafnhæðarlínur og þar með verulegur vindur.

w-blogg240421b

Sunnan við lægðarmiðjuna má sjá um 40 m/s þar sem mest er. Á þessu korti sýna litir hita. Mjög kalt er í lægðarmiðjunni, -32 stig yfir Reykjavík - en mun hlýrra allt um kring. Kalda loftið fyllir lægðina - ef svo má segja - jafnar sjávarmálsþrýstisviðið alveg út - þannig að hinn snarpi vindur nær ekki til jarðar. Enn ofar má sjá strokk í veðrahvörfunum - þar inni í er aftur hlýrra heldur en umhverfis. 

Lægð þessi hreyfist hratt til suðausturs í átt til Bretlands - og vindur nær sér smám saman á strik, er spáð allhvössum undan vesturströndum Skotlands og Írlands á þriðjudag. Fyrir tíma tölvuspáa voru lægðir af þessu tagi afskaplega erfiðar viðfangs. E.t.v. gátu gisnar háloftaathuganir rekist á þær - en ef til vill ekki. Hvernig á að spá úrhellisrigningu á lægð sem ekki er hægt að finna? En nú er öldin önnur (eða þannig). 


Bloggfærslur 24. apríl 2021

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg300625a
  • w-blogg280625a
  • w-blogg270625a
  • Slide11
  • Slide13

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.7.): 146
  • Sl. sólarhring: 495
  • Sl. viku: 2770
  • Frá upphafi: 2481141

Annað

  • Innlit í dag: 133
  • Innlit sl. viku: 2425
  • Gestir í dag: 126
  • IP-tölur í dag: 126

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband