Skemmtideildirnar leika sér

Páskaspár reiknimiðstöðvanna eru heldur krassandi þessa dagana. En við skulum að vanda hafa í huga að öfgaspár eru oftast rangar þegar reynt er við marga daga fram í tímann. Líklegt er að svo sé einnig að þessu sinni. Bandaríska veðurstofan býður í dag upp á háþrýstimet á páskadag, 1056 hPa á Vestfjörðum. Slær eiginlega út allt sem sést hefur hér á landi áður (nema eina mælingu frá 19.öld). Líkur á því að þetta rætist eru afskaplega litlar (en miði er möguleiki).

Þrýstingur er ekki alveg jafnhár í spá evrópureiknimiðstöðvarinnar - fer nú í hádegisrennslinu hæst í 1048 hPa - sem er óvenjulegt - en ekki líkt því eins óvenjulegt og 1056 hPa. Á móti kemur að evrópska spáin er talavert kaldari en sú bandaríska - eins og sjá má á kortinu hér að neðan.

w-blogg270321a

Hér er boðið upp á nærri því metkulda. Þykkt yfir Vestfjörðum er 4890 metrar og -22 stiga frost í 850 hPa yfir Keflavíkurflugvelli. Við eigum aðeins örfáar ámóta lágar tölur á þessum tíma árs. Frost hefur aðeins þrisvar mælst meira en -22 stig í apríl í þessari hæð yfir Keflavík, það var 1.apríl 1968, 11.apríl 1963 og 2.apríl 1953. Veðurnörd kannast vel við þessar dagsetningar. 1.apríl 1968 er kaldasti apríldagur sem við þekkjum á síðari tímum, 11. apríl 1963 er í miðju páskahretinu illræmda og 2.apríl 1953 var einnig mjög illur á allan hátt (um illviðrabálkinn þann var ritað sérstaklega hér á hungurdiskum fyrir nokkrum árum). 

En eins og áður sagði eru ólíkleg veður ólíkleg - og jafnlíklegt að þessi aftök verði horfin strax og næstu spár birtast. Vonandi fer svo. Hitt er svo annað mál að það er greinilega ýmislegt á seyði í veðrahvolfinu um þessar mundir. 


Bloggfærslur 27. mars 2021

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg300625a
  • w-blogg280625a
  • w-blogg270625a
  • Slide11
  • Slide13

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.7.): 29
  • Sl. sólarhring: 750
  • Sl. viku: 2653
  • Frá upphafi: 2481024

Annað

  • Innlit í dag: 29
  • Innlit sl. viku: 2321
  • Gestir í dag: 29
  • IP-tölur í dag: 29

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband