Smávegis af október

Í fljótu bragđi virđist sem stađan í háloftunum hafi veriđ ekki fjarri međallagi yfir Íslandi í október. Ţađ eru ţó atriđi sem vekja eftirtekt. 

w-blogg011121va

Jafnhćđarlínur 500 hPa-flatarins eru heildregnar - međalhćđ flatarins var mjög nćrri međallagi. Slitnu, daufu línurnar sýna ţykktina, en litir ţykktarvikin. Viđ sjáum ađ ţykktin var lítillega yfir međallagi áranna 1981 til 2010. Ţykktin mćlir hita í neđri hluta veđrahvolfs. Međalvindátt var rétt norđan viđ vestur og vindstyrkur nćrri međallagi. Viđ jörđ var norđaustanátt ríkjandi, talsvert meiri en ađ međallagi - viđ sjáum ţađ reyndar ađ nokkru á ţessu korti ţví jafnţykktarlínurnar eru ţéttar. Ţađ eru hlýindin viđ Baffinsland sem eru auđvitađ óvenjulegust á ţessu korti - fyrir nokkrum dögum bárust fréttir af ţví ađ menn keyrđu enn um í drullu í Igaluit (Frobisher Bay). Ţađ er mjög óvenjulegt seint í október og vćntanlega ekki viđvarandi stađa. 

Ţađ var ekki sérlega auđvelt ađ finna ámóta (hálofta-) október. Sting kannski upp á október 1970. Ţá var alla vega vestanorđvestanátt í háloftum, en norđaustanátt ríkjandi í neđribyggđum eins og nú - ţykktar- og hćđarvik voru svipuđ - en norđaustanáttin ekki jafnstríđ og nú.

w-blogg011121vb

Ţá var líka hlýtt á Baffinslandi - en ekki ţó nćrri ţví eins og núna. Heldur svalara var hér á landi og úrkomudreifing önnur. Ţar réđi miklu stór úrkomuatburđur sunnanlands og vestan um miđjan mánuđ. Mćtti kannski rifja betur upp. Í atburđaskrá ritstjóra hungurdiska segir:

Ţ. 16. til 17. október 1970: Mikil skriđa féll viđ Eyri í Kjós, kringum bćjarhúsin en ekki á ţau. Skriđa féll á Tindstöđum á Kjalarnesi, tók vatnsleiđslu, fyllti vatnsból og eyđilagđi skrautgarđ. Vegaspjöll í Borgarfirđi vegna stórrigninga.

Í nýliđnum október var úrkoma hins vegar í minna lagi suđvestanlands, en ţví meiri á Norđurlandi. Ekki hefur oft mćlst meiri úrkoma á Akureyri í október. Sýnist í fljótu bragđi ađ úrkoma í október hafi ţar einu sinni mćlst meiri en nú og ađ talan nú verđi sennilega í 6. úrkomumesta sćti allra mánađa. En endanlegar tölur koma fljótlega frá Veđurstofunni. 

Viđ ţökkum BP ađ vanda fyrir kortagerđina.

 


Bloggfćrslur 1. nóvember 2021

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg040524c
  • w-blogg040524b
  • w-blogg040524a
  • w-blogg020524b
  • w-blogg020524a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 143
  • Sl. sólarhring: 257
  • Sl. viku: 1229
  • Frá upphafi: 2352188

Annađ

  • Innlit í dag: 131
  • Innlit sl. viku: 1117
  • Gestir í dag: 128
  • IP-tölur í dag: 128

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband