Smávegis af júlí 2020

Vegna helgarinnar verða víst nokkrir dagar í hefðbundið mánaðaryfirlit Veðurstofunnar. Við tökum því smáforskot á sæluna. Mánuðurinn var í kaldara lagi - ef miðað er við aðra júlímánuði á þessari öld, víða um land er hann ýmist sá næstkaldasti á öldinni eða þriðjikaldasti. Meðalhiti í Reykjavík var 10,7 stig sem er -0,9 stigum neðan meðallags 1991 til 2020 og -1,3 neðan meðaltals síðustu tíu ára. - En reyndar er hann rétt ofan meðallags áranna 1961 til 1990. 

Á röðunarlista lendir hann í 18.hlýjasta sæti (af 20) - eða þriðjakaldasta. Lítillega kaldara var í Reykjavík í júlí 2018 og 2002. Hlýjast var auðvitað í fyrra, meðalhiti þá 13,4 stig - það var hlýjasti júlí allra tíma í Reykjavík, kaldast var hins vegar í júlí 1874, meðalhiti þá aðeins 8,4 stig, 2,3 stigum kaldara en nú. Svipað ástand var í júlí 1983 (eins og margir muna enn) meðalhiti aðeins 8,5 stig. 

Á Akureyri var meðalhiti nú 10,1 stig, -1,1 stigi neðan meðallags 1991 til 2020, en -1,3 neðan meðaltals síðustu tíu ára. 

w-blogg010820a

Taflan sýnir röðun hitans meðal júlímánaða 2001 til 2020 á spásvæðunum tíu. Á Suðausturlandi raðast hitinn við meðallag, í 16.sæti á Suðurlandi, en annars í 18. eða 19.sæti. Á svæðinu frá Breiðafirði norður og austur um til Suðausturlands, auk Miðhálendisins er júlí 2015 sá kaldasti á öldinni, en 2001 á Suðurlandi og 2002 við Faxaflóa. 

Hiti í mánuðinum var rétt ofan meðallags á fáeinum stöðvum suðaustanlands. Jákvæða vikið miðað við síðustu tíu ár var mest á Ingólfshöfða, +0,4 stig, en neikvætt vik var stærst á Vatnsskarði eystra, -2,3 stig. 

Úrkoma var í meðallagi í Reykjavík, en nokkuð ofan við á Akureyri. Sólskinsstundir í Reykjavík mældust 209,7, (óyfirfarnar mælingar) og er það um 30 stundum fleiri en að meðaltali síðustu tíu árin. 

Það sem var e.t.v. óvenjulegast í mánuðinum var fjöldi frostnótta á landinu, 13 talsins. Oftast var ekki frost víða hverju sinni en heildarfjöldinn verður að teljast óvenjulegur. Ný mánaðarlágmarksmet voru slegin allvíða. 

Ritstjórinn mun e.t.v. bæta fleiri upplýsingum við þennan texta um helgina.


Bloggfærslur 1. ágúst 2020

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Slide10
  • Slide9
  • Slide8
  • Slide7
  • Slide6

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 102
  • Sl. viku: 1832
  • Frá upphafi: 2353132

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 1652
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband