Smávegis af júlí 2020

Vegna helgarinnar verđa víst nokkrir dagar í hefđbundiđ mánađaryfirlit Veđurstofunnar. Viđ tökum ţví smáforskot á sćluna. Mánuđurinn var í kaldara lagi - ef miđađ er viđ ađra júlímánuđi á ţessari öld, víđa um land er hann ýmist sá nćstkaldasti á öldinni eđa ţriđjikaldasti. Međalhiti í Reykjavík var 10,7 stig sem er -0,9 stigum neđan međallags 1991 til 2020 og -1,3 neđan međaltals síđustu tíu ára. - En reyndar er hann rétt ofan međallags áranna 1961 til 1990. 

Á röđunarlista lendir hann í 18.hlýjasta sćti (af 20) - eđa ţriđjakaldasta. Lítillega kaldara var í Reykjavík í júlí 2018 og 2002. Hlýjast var auđvitađ í fyrra, međalhiti ţá 13,4 stig - ţađ var hlýjasti júlí allra tíma í Reykjavík, kaldast var hins vegar í júlí 1874, međalhiti ţá ađeins 8,4 stig, 2,3 stigum kaldara en nú. Svipađ ástand var í júlí 1983 (eins og margir muna enn) međalhiti ađeins 8,5 stig. 

Á Akureyri var međalhiti nú 10,1 stig, -1,1 stigi neđan međallags 1991 til 2020, en -1,3 neđan međaltals síđustu tíu ára. 

w-blogg010820a

Taflan sýnir röđun hitans međal júlímánađa 2001 til 2020 á spásvćđunum tíu. Á Suđausturlandi rađast hitinn viđ međallag, í 16.sćti á Suđurlandi, en annars í 18. eđa 19.sćti. Á svćđinu frá Breiđafirđi norđur og austur um til Suđausturlands, auk Miđhálendisins er júlí 2015 sá kaldasti á öldinni, en 2001 á Suđurlandi og 2002 viđ Faxaflóa. 

Hiti í mánuđinum var rétt ofan međallags á fáeinum stöđvum suđaustanlands. Jákvćđa vikiđ miđađ viđ síđustu tíu ár var mest á Ingólfshöfđa, +0,4 stig, en neikvćtt vik var stćrst á Vatnsskarđi eystra, -2,3 stig. 

Úrkoma var í međallagi í Reykjavík, en nokkuđ ofan viđ á Akureyri. Sólskinsstundir í Reykjavík mćldust 209,7, (óyfirfarnar mćlingar) og er ţađ um 30 stundum fleiri en ađ međaltali síđustu tíu árin. 

Ţađ sem var e.t.v. óvenjulegast í mánuđinum var fjöldi frostnótta á landinu, 13 talsins. Oftast var ekki frost víđa hverju sinni en heildarfjöldinn verđur ađ teljast óvenjulegur. Ný mánađarlágmarksmet voru slegin allvíđa. 

Ritstjórinn mun e.t.v. bćta fleiri upplýsingum viđ ţennan texta um helgina.


Bloggfćrslur 1. ágúst 2020

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Ágúst 2020
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

 • w-blogg110820a
 • w-blogg090820aa
 • ar_1871p
 • ar_1871t
 • ar_1870p

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (14.8.): 166
 • Sl. sólarhring: 200
 • Sl. viku: 3048
 • Frá upphafi: 1954117

Annađ

 • Innlit í dag: 136
 • Innlit sl. viku: 2677
 • Gestir í dag: 121
 • IP-tölur í dag: 117

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband