Tuttugu maídagar

Tuttugu dagar liðnir af maí - blessunarlega tíðindalitlir í veðri - slatti þó af fallegum sólarlögum (og nú er maður farinn að sjá upprásina líka). Mikið mistur og rykfall gekk yfir suðvesturhornið - sennilega mest innlend framleiðsla - en svo hittist reyndar á að erlendar greiningar sáu eitthvað fleira á ferð. - En meðalhiti dagana 20 er 6,0 stig í Reykjavík, nákvæmlega í meðallagi 1991 til 2020 og -0,1 stigi neðan við meðalhita sömu daga síðustu tíu árin. Hitinn raðast í 10.sæti (af 20) á öldinni. Hlýjastir voru dagarnir 20 árið 2008, meðalhiti þá 8,1 stig, en kaldastir voru þeir 2015, meðalhiti 3,7 stig. Á langa listanum er meðalhitinn nú í 62.sæti (af 144). Hlýjastir voru dagarnir 20 árið 1960, meðalhiti 9,3 stig, en kaldastir 1979, +0,5 stig.

Meðalhiti á Akureyri er nú 4,8 stig, -0,6 stigum neðan meðallags 1991 til 2020, en -0,7 stigum neðan meðallags síðustu tíu ára.

Við Faxaflóa, Breiðafjörð og á Suðurlandi raðast hitinn nú í 10.sæti á öldinni, en öllu kaldara hefur verið austanlands, hitinn raðast í 17.sæti á Austurlandi að Glettingi og á Austfjörðum. Hiti er rétt ofan meðallags síðustu tíu ára á fáeinum stöðvum suðvestanlands, mest +0,2 stig í Grindavík og við Reykjanesbraut, en kaldast að tiltölu hefur verið á Gagnheiði, hiti þar -2,2 stig neðan meðallags síðustu tíu ára.

Úrkoma er neðan meðallags. hefur mælst 14,6 mm í Reykjavík og er það tæplega helmingur meðallags. Á Akureyri hefur úrkoman mælst 4,5 mm, rúmur fjórðungur meðalúrkomu. Úrkoma hefur þó oft mælst minni sömu daga.

Sólskinsstundir hafa mælst 155,9 í Reykjavík, um 20 stundum umfram meðallag 1991 til 2020. Á Akureyri hafa mælst um 107 stundir.

 

Svo virðist sem hvorki stórhlýindi né teljandi áföll séu í kortunum á næstunni. 


Bloggfærslur 21. maí 2020

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg300625a
  • w-blogg280625a
  • w-blogg270625a
  • Slide11
  • Slide13

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.7.): 144
  • Sl. sólarhring: 515
  • Sl. viku: 2768
  • Frá upphafi: 2481139

Annað

  • Innlit í dag: 131
  • Innlit sl. viku: 2423
  • Gestir í dag: 125
  • IP-tölur í dag: 124

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband