Meira af mars (enn)

Þegar upp var staðið voru þrýstivik marsmánaðar ekki mjög mikil hér á landi - eins og sjá má á kortinu hér að neðan. 

w-blogg060420a

Þetta felur þó raunveruleikan nokkuð - lengi framan af var þrýstingurinn óvenju lágur, en í síðustu vikunni hins vegar nánast methár. - En svona eru meðaltölin stundum. Heildarvikamynstrið á kortinu er þó það að þrýstingur var í lægra lagi á norðurslóðum í mars, en í hærra lagi suður í höfum. Vestlægar og norðvestlægar áttir báru kalt meginlandsloft út yfir Atlantshaf sunnan Grænlands - og norðanátt var einnig með meira móti austan við Grænland norðaustanvert. 

w-blogg060420b

Á þessu korti sýna heildregnar línur meðalhæð 500 hPa-flatarins, en daufar strikalínur þykktina. Þykktarvik eru sýnd með litum. Á bláu svæðunum var hún neðan meðallags áranna 1991 til 2010, þar var hiti í neðri hluta veðrahvolfs neðan meðallags. Vikin eru mest í vestanstróknum fyrir suðvestan land, og sömuleiðis við Svalbarða, en þar urðu þau tíðindi að hiti var neðan meðallags í fyrsta skipti í ein tíu ár. - Það hlaut að gerast um síðir.

Meðalhæð 500 hPa-flatarins var í neðsta þriðjungi tíðnidreifingar í öllum vetrarmánuðunum fjórum. Við vitum aðeins til að það hafi gerst þrisvar áður, 2015, 1995 og 1920 (fyrir þann tíma eru heimildir óljósar). 

Bolli Pálmason gerði kortin. 


Bloggfærslur 6. apríl 2020

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 12
  • Sl. sólarhring: 364
  • Sl. viku: 1837
  • Frá upphafi: 2350573

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 1640
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband