Allmörg úrkomumet hafa nú fallið

Allmörg úrkomumet hafa fallið í rigningunum undanfarna tvo daga (18. til 20. september). Það er nokkuð seinlegt að gera upp slík met, allmikið er af villum í mælingum - sérstaklega á sjálfvirku stöðvunum og á þeim mönnuðu þarf að ganga úr skugga um að réttar upplýsingar hafi komist í gegnum kerfið. Það sem hér fer að neðan er því allt óstaðfest - trúlegast er þó að rétt sé með farið - í flestum tilvikum að minnsta kosti.

Svo virðist sem sólarhringsúrkomumet fyrir árið hafi verið sett á einni mannaðri stöð, Hjarðarfelli á Snæfellsnesi. Þar mældist sólarhringsúrkoman í morgun 140,7 mm, eldra met 120,7 mm er frá því 28.mars 2000, en þá urðu miklar skemmdir vegna vatnavaxta og skriðufalla víða um landið vestanvert. Sólarhringsúrkomumet fyrir septembermánuð voru sett á 7 stöðvum til viðbótar, Kirkjubóli innan við Akranes, Neðra-Skarði í Svínadal, í Hítardal, á Bláfeldi í Staðarsveit, í Ásgarði í Dölum, Dalsmynni í Hjaltadal og í Vogsósum í Selvogi. 

Ekki hefur verið mælt lengi á flestum sjálfvirku stöðvanna. Sólarhringsúrkomumet fyrir árið var sett í Grindavík, Fíflholti á Mýrum, í Stykkishólmi, í Súðavík, á Gjögri og á Blönduósi. Hærri sólarhringstölur eru til á mönnuðum stöðvum í Stykkishólmi og Súðavík, en ekki á Blönduósi. Septembersólarhringsmet voru að auki sett á Korpu og á Tálknafirði.

Á Hjarðarfelli er úrkoma tveggja sólarhringa orðin 233,1 mm og 216,0 mm á Bláfeldi. 

Í gær og fram eftir nóttu varð mjög hlýtt víða austanlands. Komst hiti hæst í 21,2 stig á Bakkagerði á Borgarfriði eystra. Þegar þetta er skrifað (rétt eftir miðjan dag þann 20.) er hiti kominn yfir 20 stig á stöðvum á Austfjörðum og ekki útséð um það hvert hámark dagsins verður. 

Nokkur úrkoma mun enn vera „í kortunum“ og sömuleiðis hlýindi.  


Bloggfærslur 20. september 2019

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 89
  • Sl. sólarhring: 402
  • Sl. viku: 1914
  • Frá upphafi: 2350650

Annað

  • Innlit í dag: 86
  • Innlit sl. viku: 1714
  • Gestir í dag: 86
  • IP-tölur í dag: 86

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband