Sumareinkunn Reykjavíkur 2019

Flestir eru sammála um ađ sumariđ hafi veriđ harla gott í Reykjavík. Ritstjóri hungurdiska hefur frá 2013 reiknađ út ţađ sem hann kallar einkunn sumarsins. Um hugsunina ađ baki einkunnagjafarinnar má lesa í eldri pistlum, en ţess ţó getiđ hér ađ miđađ er viđ hita, úrkomumagn, úrkomudagafjölda og sólskinsstundafjölda. Ţetta er samkeppniskerfi sem reiknađ er upp á nýtt á hverju ári. Hvert viđbótarár getur ţví haft áhrif á einkunn ţeirra fyrri og raskađ matsröđ frá ţví sem var áriđ áđur. 

w-blogg010919-sumareink-rvk

Lárétti ásinn sýnir tíma, en sá lárétti er einkunnarstigi, súlurnar einkunn einstakra sumra. Hćsta mögulega einkunn er 48, lćgsta er núll. Fjögur sumur eru nú efst og jöfn međ 38 stig hvert, 1928, 1931, 2009 og 2012. Einkunn sumarsins 2019 er 36, ţađ er ţví í hópi ţeirra bestu samkvćmt ţessum kvarđa - mjög ólíkt 2018 sem ađeins fékk 12 stig. Sumariđ nú er ţví svipađ og gćđum og var orđin eins konar „regla“ á árunum 2007 til 2012  Sumrin 2013 og 2014 ollu ákveđnum vonbrigđum (ţađ síđarnefnda ţó yfir međaltali áranna 1961-1990), en 2015, 2016 og 2017 voru öll međ svipađa einkunn og best gerđist árunum 1961 fram til 2007. Rigninga- og kuldasumariđ 1983 er á botninum međ 1 stig (ótrúlega vont). 

Ţó sólskinsstundasumma ágústmánađar hafi enn ekki veriđ stađfest virđist ljóst ađ sumariđ 2019 er ţađ ţriđjasólríkasta frá upphafi mćlinga, sólskinsstundirnar voru lítillega fleiri en nú sumrin 1928 og 1929. - En viđ bíđum samt međ stađfestingu á ţví ţar til mćlingarnar hafa veriđ yfirfarnar. 

Ţegar ţetta er skrifađ hafa endanlegar tölur frá Akureyri ekki veriđ reiknađar - en ćttu ađ verđa til á morgun, mánudag, eđa ţá á ţriđjudaginn. Sömuleiđis víkjum viđ ađ sumardagafjöldanum síđar. 

Munum svo ađ hér er um leik ađ rćđa - ađrir meta málin á annan hátt. 


Bloggfćrslur 1. september 2019

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Ágúst 2020
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

 • ar_1871p
 • ar_1871t
 • ar_1870p
 • ar_1870t
 • w-blogg010820a

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (3.8.): 50
 • Sl. sólarhring: 138
 • Sl. viku: 1787
 • Frá upphafi: 1950406

Annađ

 • Innlit í dag: 45
 • Innlit sl. viku: 1557
 • Gestir í dag: 44
 • IP-tölur í dag: 43

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband