Sumareinkunn Reykjavíkur 2019

Flestir eru sammála um að sumarið hafi verið harla gott í Reykjavík. Ritstjóri hungurdiska hefur frá 2013 reiknað út það sem hann kallar einkunn sumarsins. Um hugsunina að baki einkunnagjafarinnar má lesa í eldri pistlum, en þess þó getið hér að miðað er við hita, úrkomumagn, úrkomudagafjölda og sólskinsstundafjölda. Þetta er samkeppniskerfi sem reiknað er upp á nýtt á hverju ári. Hvert viðbótarár getur því haft áhrif á einkunn þeirra fyrri og raskað matsröð frá því sem var árið áður. 

w-blogg010919-sumareink-rvk

Lárétti ásinn sýnir tíma, en sá lárétti er einkunnarstigi, súlurnar einkunn einstakra sumra. Hæsta mögulega einkunn er 48, lægsta er núll. Fjögur sumur eru nú efst og jöfn með 38 stig hvert, 1928, 1931, 2009 og 2012. Einkunn sumarsins 2019 er 36, það er því í hópi þeirra bestu samkvæmt þessum kvarða - mjög ólíkt 2018 sem aðeins fékk 12 stig. Sumarið nú er því svipað og gæðum og var orðin eins konar „regla“ á árunum 2007 til 2012  Sumrin 2013 og 2014 ollu ákveðnum vonbrigðum (það síðarnefnda þó yfir meðaltali áranna 1961-1990), en 2015, 2016 og 2017 voru öll með svipaða einkunn og best gerðist árunum 1961 fram til 2007. Rigninga- og kuldasumarið 1983 er á botninum með 1 stig (ótrúlega vont). 

Þó sólskinsstundasumma ágústmánaðar hafi enn ekki verið staðfest virðist ljóst að sumarið 2019 er það þriðjasólríkasta frá upphafi mælinga, sólskinsstundirnar voru lítillega fleiri en nú sumrin 1928 og 1929. - En við bíðum samt með staðfestingu á því þar til mælingarnar hafa verið yfirfarnar. 

Þegar þetta er skrifað hafa endanlegar tölur frá Akureyri ekki verið reiknaðar - en ættu að verða til á morgun, mánudag, eða þá á þriðjudaginn. Sömuleiðis víkjum við að sumardagafjöldanum síðar. 

Munum svo að hér er um leik að ræða - aðrir meta málin á annan hátt. 


Bloggfærslur 1. september 2019

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 223
  • Sl. sólarhring: 293
  • Sl. viku: 1797
  • Frá upphafi: 2350424

Annað

  • Innlit í dag: 151
  • Innlit sl. viku: 1600
  • Gestir í dag: 146
  • IP-tölur í dag: 145

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband