Hungurdiskar í 9 ár - ritstjórnarţankar

Í dag er blogg hungurdiska 9 ára, hófst međ stuttri fćrslu 19.ágúst áriđ 2010. Pistlarnir eru nú orđnir 2500 - margir mjög langir, sumir líka mjög efnismiklir en ađrir óttaleg frođa. Ekki kom ritstjóranum til hugar ađ úthaldiđ yrđi ţessu líkt - en rétt ađ nota tćkifćriđ til ađ ţakka bćđi tryggum lesendum og ţeim sem ađeins líta stöku sinnum viđ fyrir góđan stuđning allan ţennan tíma. Ţó nćr allur texti hafi veriđ ritađur utan hefđbundins vinnutíma ţakkar ritsjórinn Veđurstofunni fyrir margt viđvik, gögn og ađstöđu - ómetanlegt allt satt best ađ segja. 

Ţó hér sé nú saman kominn meiri fróđleikur um veđurfar á Íslandi (og veđurfrćđi almennt á íslensku) heldur en annars stađar liggja fjölmargir ţćttir enn óbćttir hjá garđi og mjög margt er enn í fórum ritstjórans - óskrifađ - eđa ekki tekiđ saman. Sömuleiđis ţarfnast nokkur hluti (ekki ţó stór) pistlasafnsins endurnýjunar vegna nýrri atburđa. Fátt er ţó beinlínis úrelt. 

Stćrsta verkefniđ sem liggur á borđi ritstjórans er áframhald samantektar veđurannála tímabilsins 1749 til 1924. - Sumir kunna ađ spyrja hvers vegna ţetta tímabil er valiđ. Ástćđan er sú ađ veđurlýsingar áranna 1925 til 2005 liggja fyrir í tímariti Veđurstofunnar, Veđráttunni, ađgengilegar á timarit.is. Áriđ 1749 markar hins vegar upphaf veđurmćlinga hér á landi. Ágćtt rit Ţorvaldar Thoroddsen „Árferđi á Íslandi í ţúsund ár“ endađi áriđ 1900 ţannig ađ slćm eyđa var á milli ritanna tveggja [1901 til 1924] og mikil nauđsyn ađ brúa hana. Viđ athugun kom líka í ljós ađ viđ höfum nú ađgang ađ ýmsum upplýsingum, sérstaklega mćlingum, sem Ţorvaldur hafđi ekki, ţannig ađ full ástćđa er til ađ taka ţćr saman á einhvern hátt. Hins vegar hefur ekki mikiđ bćst viđ af rituđum upplýsingum eđa slíku frá ţví fyrir 1749. Hvort ritstjóri hungurdiska mun ţegar ţar ađ kemur reyna viđ ţađ tímabil líka verđur bara ađ koma í ljós. Ţó allvel hafi miđađ viđ ritun ţessa nýja annáls er mikil vinna óunnin. Hungurdiskaannállinn nćr ţó nú til áranna 1749-1751, 1763, 1805 til 1814, 1820-1827, 1833, 1839, 1876-1877 og 1881-1924, alls 68 ár af ţeim 176 sem í undirbúningi eru, 9 umfram ţriđjung, en vantar 20 upp á helming. Ljóst ađ verkefniđ mun taka nokkur ár til viđbótar. 

Fjöldi annarra sćmilega skilgreindra verkefna bíđa, auk ţeirra sem alltaf koma upp á líđandi stund. Eitt er ţađ mál sem veldur ritstjóranum nokkrum vandrćđum, mikilvćgt er ţađ svo ekki sé meira sagt. Hér er auđvitađ átt viđ loftslagsmáliđ svonefnda. Ţví miđur er orđiđ furđuerfitt ađ tjá sig um ţađ án ţess ađ verđa fyrir stórkostlegu gargi og áreiti beggja fylkinga, annarrar eđa beggja samtímis. Eins gott ađ opna ekki ţá ormagryfju hér. Ţetta er mjög bagalegt ástand, niđurdrepandi fyrir alla frjóa umrćđu og auk mjög heftandi fyrir loftslagsvísindamann eins og ritstjóri hungurdiska gefur sig út fyrir ađ vera. Áttar hann sig betur og betur á ađ svonefnd „sjálfsritskođun“ er raunverulegt vandamál og ţađ sem verra er ađ hún leggst smám saman á ósjálfráđa taugakerfiđ ţannig ađ sá sem ţjáđur er af henni gerir sér ekki grein fyrir ţví. 

Vonandi hefur ritsjórinn ţrek til ţess ađ halda áfram og fer t.d. ađ verđa tími til kominn ađ fjalla ađeins um ţurrkana sem farnir eru ađ valda ákveđnum vandrćđum um landiđ sunnan- og vestanvert um ţessar mundir. Kannski tóm verđi til ađ fjalla eitthvađ um ţá áđur en ţeim linnir skyndilega? Ţangađ til geta áhugasamir rifjađ um gamlan pistil sem ritstjórinn skrifađi á vef Veđurstofunnar fyrir nákvćmlega 10 árum [upp á dag] (ţegar líka var ţurrt). 


Bloggfćrslur 19. ágúst 2019

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Ágúst 2020
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

 • ar_1871p
 • ar_1871t
 • ar_1870p
 • ar_1870t
 • w-blogg010820a

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (4.8.): 9
 • Sl. sólarhring: 150
 • Sl. viku: 1733
 • Frá upphafi: 1950510

Annađ

 • Innlit í dag: 6
 • Innlit sl. viku: 1505
 • Gestir í dag: 6
 • IP-tölur í dag: 6

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband