Enn óvenjulegt við Alaska

Enn á ný er óvenjuleg háloftahæð nærri Alaskaströndum. Hún stendur þó ekki mjög lengi við að þessu sinni. Einhver hitamet munu hafa verið slegin - af því hefur ritstjórinn þó enn aðeins óljósar fréttir. - Bendir þó á tengil sem hann hefur sett á fjasbókarútibú hungurdiska - svækjusumar. 

w-blogg180819a

Kortið sýnir greiningu bandarísku veðurstofunnar frá því í morgun (laugardag 17.ágúst). Í hæðarmiðju er 500 hPa-hæðin meiri en 5940 metrar - aldeilis óvenjuleg tala á þessu breiddarstigi. Litir sýna þykktina og ef vel er rýnt í kortið má sjá lítinn blett þar sem hún nær 5760 metrum - meir en 100 metrum hærri en mest hefur fengist staðfest áreiðanlega hér við land. 

Þó staða sem þessi (flutt nærri lengdarstigi Íslands) gæti valdið miklum hita hér á landi - og kannski hitametum er hún samt ekki æskileg - við sjáum norðankast úr Íshafi í uppsiglingu í norðausturjaðri hæðarinnar - þar er mjög snörp vindröst og kalt loft úr norðri á leið til suðurs yfir Alaska. Vindröstin reif sig til jarðar við fjöll og reif niður raflínur að sögn Alaskablaða. 

En óvenjulegum háloftahlýindum á einum stað fylgir gjarnan kuldi á öðrum. 


Bloggfærslur 18. ágúst 2019

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg130925-ak-a
  • w-blogg130925a
  • w-blogg130925b
  • Slide8
  • Slide7

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.9.): 61
  • Sl. sólarhring: 258
  • Sl. viku: 1536
  • Frá upphafi: 2498056

Annað

  • Innlit í dag: 50
  • Innlit sl. viku: 1386
  • Gestir í dag: 49
  • IP-tölur í dag: 49

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband