Frá skemmtideild evrópureiknimiðstöðvarinnar

Ritstjóri hungurdiska var varla búinn að sleppa orðinu með að þrátt fyrir hlýnandi veður (í spám) sýndu þær engin merki þess að hitabylgju væri að vænta. - Nú þá sendi skemmtideild evrópureiknimiðstöðvarinnar frá sér spána sem kortið hér að neðan sýnir.

w-blogg070619a

Spáin gildir á fimmtudagskvöld í næstu viku (13.júní). Þykkt (sem segir frá hita í neðri hluta veðrahvolfs) er hér meiri en 5660 metrar yfir landinu sunnanverðu. Þetta er alveg við met - svipað því sem var í íslandsmetshitabylgjunni í júní 1939 og í ágústhitunum 2004. Hiti í 850 hPa er meiri en 14 stig - sem yrði nýtt júnímet yfir Keflavíkurflugvelli - rætist spáin. 

Við verðum samt að leggja áherslu á að þetta er sýnd veiði en ekki gefin - líklegast að hitinn verði horfinn í næstu spárunu - ekki var hann í þeirri næstu á undan - og ekki hefur hann sést í bandarísku spánum. 

En þetta er merkileg spá engu að síður - 

Óviðkomandi viðbót:

Það er út af fyrir sig athyglisvert að meðalhiti fyrstu viku júnímánaðar í Reykjavík nú (2019) skuli vera nákvæmlega sá sami og sömu daga í fyrra (2018), 8,1 stig - í fyrra var svalt dag og nótt, en nú er kalt að næturlagi - en sæmilega hlýtt yfir hádaginn. Í fyrra var nánast sólarlaust - en nú hefur sólin skinið sem aldrei fyrr sömu daga. Skyldi þetta segja okkur eitthvað?


Bloggfærslur 7. júní 2019

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Okt. 2019
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

 • w-blogg131019c
 • w-blogg131019b
 • w-blogg131019a
 • w-blogg091019a
 • w-blogg070919b

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (14.10.): 42
 • Sl. sólarhring: 186
 • Sl. viku: 1737
 • Frá upphafi: 1839905

Annað

 • Innlit í dag: 33
 • Innlit sl. viku: 1563
 • Gestir í dag: 32
 • IP-tölur í dag: 32

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband