Í grunninn vel sloppið

Næstu daga fer nokkuð snarpur kuldapollur til suðurs fyrir austan land. Reiknimiðstöðvar hafa dálítið hringlað með nákvæma braut hans og afl, en virðast nú orðnar nokkuð stöðugar.

w-blogg260519a

Fyrri mynd dagsins sýnir spá evrópureiknimiðstöðvarinnar um sjávarmálsþrýsting (heildregnar línur) og hæð 500 hPa-flatarins (litir) síðdegis á morgun, mánudaginn 27.maí. Lægðin hreyfist til suðurs og fer að grynnast. Vestan við meginkerfið er myndarleg stroka af köldu heimskautalofti á suðurleið. Svo virðist sem kaldasti skammturinn fari yfir okkur - og þá einkum landið norðan- og austanvert á þriðjudaginn.

Sú staða sést vel á kortinu hér að neðan.

w-blogg260519b

Hér eru jafnþykktarlínur heildregnar, en litirnir sýna hita í 850 hPa-fletinum (í um 1400 metra hæð yfir sjávarmáli). Mikill munur er á þykktinni yfir landinu suðvestanverðu, á kortinu sést 5340 metra jafnþykktarlínan yfir Reykjavík, en við norðausturströndina er þykktin minni en 5200 metrar, hefur lækkað um meir en 100 metra frá því sem er nú þegar þetta er skrifað (síðdegis á sunnudag) - það kólnar sum sé um 5 stig í neðri hluta veðrahvolfs. 

Sjórinn kringum landið (og sólarglæta yfir því á daginn) sjá til þess að snarpasti kuldinn gengur fljótt yfir þannig að á fimmtudag (uppstigningardag) er gert ráð fyrir því að lægsta þykkt yfir landinu verði um 100 metrum hærri en á kortinu hér að ofan. Kulda gætir einnig suðvestanlands - og hætt er við næturfrosti víða, en slíkt ætti líka að taka fljótt af. 

Kuldi sem þessi síðustu daga maímánaðar er ekki beinlínis sjaldgæfur - en ekki alveg algengur heldur. Við höfum samt í huga að ekki munaði mjög miklu að illa færi - kuldapollurinn átt vestlægari braut en hann virðist nú fylgja. Slíku hefði fylgt enn kaldara loft, mun meiri úrkoma (snjókoma) og skýjaþykkni sem hindrað hefði aðstoð sólar. 


Bloggfærslur 26. maí 2019

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg020725c
  • w-blogg020725b
  • w-blogg020725a
  • w-blogg300625a
  • w-blogg280625a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.7.): 174
  • Sl. sólarhring: 347
  • Sl. viku: 2893
  • Frá upphafi: 2481647

Annað

  • Innlit í dag: 165
  • Innlit sl. viku: 2570
  • Gestir í dag: 162
  • IP-tölur í dag: 159

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband