Hugur reikar - í blíðunni

Í blíðunni í dag (fimmtudag 28.febrúar) leitar hugurinn - eins og venjulega á þessum árstíma - aftur til vetrarins 1963 til 1964 og þeirrar sérlega góðu tíðar sem þá ríkti. Við skulum til gamans horfa á eitt háloftakort frá þessum tíma - staðan afskaplega svipuð stöðunni í dag (kort sem sýnir hana birtist í síðasta pistli hér á undan).

w-blogg280219a

Þetta er seint á föstudagskvöldi, 21.febrúar (kl.23 að þágildandi tíma hér á landi). Hæðarhryggur er í háloftunum yfir landinu studdur af hlýju lofti sem berst úr suðaustri - nærri því alveg eins og nú. Kuldapollar eru að bylta sér langt fyrir norðan og vestan - rétt eins og nú. Fyrstu dagar febrúar 1964 höfðu verið mjög kaldir (líka nú) - einu verulega köldu dagar þess vetrar og mikill snjór var þá víða um land. En hann tók undrafljótt upp.

Kuldapollurinn Stóri-Boli var oft mjög öflugur þennan vetur og virtist stundum mjög ógnandi - en einhvern veginn varð aldrei neitt úr því að hann skyti örmum sínum til landsins. Í apríl og maí komu hins vegar kuldaköst, hálfleiðinleg að vísu en algjörir smámunir miðað við þau sem gengu yfir vorið áður - 1963. 

En ritstjóri hungurdiska trúir ekki á hliðstæðuspár - veðrið finnur sér ætíð nýjan og frumlegan farveg. Ólíklegt verður því að telja að framhaldið verði að þessu sinni svipað og var 1964 - þegar vetrarblíðan var endalaus.


Bloggfærslur 28. febrúar 2019

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg130925-ak-a
  • w-blogg130925a
  • w-blogg130925b
  • Slide8
  • Slide7

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.9.): 92
  • Sl. sólarhring: 195
  • Sl. viku: 1838
  • Frá upphafi: 2498549

Annað

  • Innlit í dag: 84
  • Innlit sl. viku: 1665
  • Gestir í dag: 80
  • IP-tölur í dag: 80

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband