Eindregin hlýindaspá

Evrópureiknimiðstöðin segir okkur nú að næsta vika (18. til 24.febrúar) verði mjög hlý í neðri hluta veðrahvolfs. Snjóbráðnun, úrkoma, neikvæður geislunarjöfnuður og kannski fleira draga að vísu fáeinar tennur úr hlýindunum í mannheimum. En lítum á spákortið.

w-blogg140219a 

Jafnhæðarlínur 500 hPa-flatarins eru heildregnar (sýna eindregna sunnanátt í háloftum), jafnþykktarlínur eru strikaðar (ósköp daufar), en þykktarvik eru sýnd með litum - kvarðinn skýrist nokkuð sé kortið stækkað.

Mjög mikil jákvæð vik eru sýnd við Ísland og þar austur af - hiti í neðri hluta veðrahvolfs meir en 5 stig ofan meðallags árstímans. Aftur á móti er mikil kuldastroka við Nýfundnaland, neikvæð vik þar um -9 stig þar sem mest er - ekki fjarri jaðri Golfstraumsins, mikið orkuskiptafyllerí fyrirséð þar um slóðir.

Nú er auðvitað langt í frá víst að þessi (safn)spá rætist - við vitum sem best að þær gera það ekki alltaf.  


Bloggfærslur 14. febrúar 2019

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 151
  • Sl. sólarhring: 417
  • Sl. viku: 1976
  • Frá upphafi: 2350712

Annað

  • Innlit í dag: 141
  • Innlit sl. viku: 1769
  • Gestir í dag: 140
  • IP-tölur í dag: 139

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband