Sumri hallar

Ţví er nú reyndar fariđ ađ halla fyrir nokkru og ekki nema tvćr vikur rúmar til fyrsta vetrardags. Haustiđ hefur ţó varla látiđ sjá sig um meginhluta landsins nema ţannig ađ dagarnir styttast óđfluga. Framrás ţess á norđurhveli er ţó međ eđlilegum hćtti, ţađ kólnar jafnt og ţétt á norđurslóđum, rétt eins og venjulega.

Viđ lítum sem snöggvast á norđurhvelskort.

w-blogg091019a

Kortiđ gildir síđdegis á föstudag, 11.október. Jafnhćđarlínur 500 hPa-flatarins eru heildregnar og má af legu ţeirra ráđa vindstefnu og styrk. Litir sýna ţykktina, en hún mćlir hita í neđri hluta veđrahvolfs, ţví minni sem hún er ţví kaldara er loftiđ. Mörkin á milli gulbrúnu og grćnu litanna eru viđ 5460 metra, gulu litirnir sýna sumarhita. Ađ undanförnu hefur landiđ veriđ ýmist í gula litnum eđa ţeim ljósasta (hlýjasta) grćna. Hér sjáum viđ hins vegar ađ ţađ er dekksti grćni liturinn sem liggur yfir landinu og ekki er langt í bláu litina. Ţađ er ţó ţannig ađ ţeir eiga samt ekki ađ plaga okkur svo mjög á nćstunni (séu spár réttar). 

Alvörukuldapollur er viđ norđurskautiđ - nokkuđ óráđiđ hvert hann fer eđa hvort hann bara liggur áfram í bćli sínu. Ţađ sem hefur verndađ okkur er hćđarhryggur sem legiđ hefur fyrir norđan land. Hans gćtir enn á ţessu korti - merktur sem rauđ strikalína norđur um Grćnland og svo austur til Síberíu. Nú á kuldapollur viđ Baffinsland ađ slíta hann í sundur á leiđ sinni til suđausturs. Ţađ skiptir mjög miklu máli fyrir framtíđarhorfur hér hver braut ţessa kuldapolls verđur. Taki hann suđlćga stefnu mun hann um síđir beina til okkar hlýju lofti úr suđaustri - ţó ekki eins hlýju og veriđ hefur ríkjandi hér ađ undanförnu. Gangi hann hins vegar greiđlega til austurs fyrir sunnan land mun skipta til norđlćgra átta og kólna verulega.  

Sem stendur telja reiknimiđstöđvar fyrri kostinn líklegri - kannski verđur ţó einhver millilausn úr. 

Um helgina virđist sem mikil hlýindi gangi austur um meginland Evrópu, en snarpur kuldapollur er á sveimi um miđbik Bandaríkjanna. 


Bloggfćrslur 10. október 2019

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Mars 2020
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

 • w-blogg310320
 • w-blogg280320b
 • w-blogg280320a
 • w-blogg250320b
 • w-blogg250320a

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (31.3.): 509
 • Sl. sólarhring: 549
 • Sl. viku: 3695
 • Frá upphafi: 1910564

Annađ

 • Innlit í dag: 461
 • Innlit sl. viku: 3307
 • Gestir í dag: 445
 • IP-tölur í dag: 425

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband