Fyrstu 20 dagar janúarmánaðar

Nú eru víst 20 dagar liðnir af janúar (rétt einu sinni) meðalhiti þeirra í Reykjavík er hár, +2,7 stig, +3,2 stigum ofan meðallags 1961-1990 og +1,7 ofan meðallags síðustu tíu ára, þeir fjórðuhlýjustu á þessari öld (hlýjastir voru dagarnir 20 árið 2002, meðalhiti +4,1 stig, en kaldastir 2007, meðalhiti -2,7 stig). Á langa samanburðarlistanum eru dagarnir í 15.hlýjasta sæti (af 144). Á þeim langa lista voru dagarnir 20 hlýjastir árið 1972, meðalhiti +4,7 stig, en kaldastir 1918, þá var meðalhiti -10,6 stig.

Hiti er ofan meðallags síðustu tíu ára um land allt - eða nákvæmlega í meðallagi, mest er vikið +2,5 stig á Hvanneyri, en minnst 0,0 stig á Fáskrúðsfirði og á Fonti á Langanesi.

Úrkoma í Reykjavík hefur mælst 70,8 mm og er það nokkuð yfir meðallagi - en mjög langt frá því mesta sömu almanaksdaga. Á Akureyri er úrkoman það sem af er mánuði 29,9 mm, nærri meðallagi.

Sólskinsstundir hafa mælst 7,5 í mánuðinum hingað til í Reykjavík. Það er um 6 stundir undir meðallagi, en hins vegar ofan miðgildis sömu daga - sól skein t.d. mjög glatt þessa sömu daga 1959, sólskinsstundafjöldinn orðinn 48 á sama tíma, árið 1992 var hins vegar alveg sólarlaust frá áramótum.


Bloggfærslur 21. janúar 2019

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 227
  • Sl. viku: 1927
  • Frá upphafi: 2350796

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 1721
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband