Tuttugustigadagar - hvar eru ţeir flestir á landinu?

Viđ spyrjum nú hvar á landinu ţess er helst ađ vćnta ađ hiti nái 20 stigum. Ritstjórinn kannađi ţetta nokkuđ ítarlega fyrir mannađar veđurstöđvar á sínum tíma og birti í ritgerđ áriđ 2003. Viđ skulum rifja upp ţann lista:

röđstöđhlutf nafn
152721,4 Skjaldţingsstađir
257019,3 Egilsstađir
357817,4 Birkihlíđ
456517,0 Svínafell
552516,6 Vopnafjörđur
642216,5 Akureyri
744815,8 Lerkihlíđ í Fnjóskadal
847315,8 Stađarhóll
959015,7 Skriđuklaustur
1058014,9 Hallormsstađur
1144714,1 Vaglir í Fnjóskadal
1246813,5 Reykjahlíđ viđ Mývatn
1393112,7 Hjarđarland
1448412,6 Garđur II í Kelduhverfi
1561510,5 Seyđisfjörđur
1656210,4 Dratthalastađir
174959,8 Grímsstađir
184269,8 Torfufell
194629,5 Mýri í Bárđardal
205089,4 Sauđanes á Langanesi

Hlutfallsdálkurinn sýnir hversu marga daga af hverjum ţúsund ţađ var sem hiti náđi 20 stigum eđa meira á stöđinni. Međ ţví ađ deila í ţá tölu međ ţremur má sjá nokkurn veginn hversu marga daga á ári er um ađ rćđa. Skjaldţingsstađir voru líklegastir međ 21,4 prómill daga - eđa um sjö á ári ađ jafnađi. Síđasta áriđ í ţessari talningu er 2002. 

Ritstjórinn hefur nú útbúiđ ámóta lista fyrir sjálfvirku stöđvarnar. Hafa verđur í huga ađ mun hlýrra hefur veriđ í veđri eftir 2002 heldur en áđur var. Sést ţađ greinilega á nýja listanum. 

röđstöđhlutf NAFN
1406031,5 Hallormsstađur
2461430,6 Ásbyrgi
3337129,6 Torfur
4427128,3 Egilsstađaflugvöllur
5338027,4 Reykir í Fnjóskadal
6347723,5 Végeirsstađir í Fnjóskadal
7369623,2 Húsavík
8159622,5 Ţingvellir
9430322,5 Bjarnarflag
10346320,7 Möđruvellir
11651520,5 Hjarđarland
12594019,1 Brú á Jökuldal
13680218,9 Húsafell
14430017,5 Mývatn
15359117,5 Stađarhóll
16445516,3 Skjaldţingsstađir
17432315,7 Grímsstađir á Fjöllum
18642015,3 Árnes
19483014,9 Möđrudalur
20599014,4 Neskaupstađur

Hlutfallstalan á Skjaldţingsstöđum hefur reyndar falliđ - en á Hallormsstađ hafa tuttugustigadagar veriđ meir en tvöfalt fleiri síđustu 20 árin heldur en var á fyrri tíđ. Eina stöđin á Suđurlandi á fyrri lista var Hjarđarland - ţar hefur tuttugustigadögum líka fjölgađ umtalsvert - úr um 4 í um 7 á ári ađ jafnađi. Á Akureyri virđist sem stöđin viđ Krossanesbrautina skili fćrri tuttugustigadögum heldur en sú viđ Ţórunnarstrćtiđ - kemur ţađ heimamönnum varla á óvart. Fáeinar stöđvar á sunnan- og vestanverđu landinu eru á nýja listanum, allar uppi í sveitum. 

Viđ lítum líka á topp-5 einstakra spásvćđa:

Faxaflói    
röđstöđhlutf NAFN
1680218,9 Húsafell
2188110,1 Litla-Skarđ
33188210,0 Kolás
416859,4 Ţyrill
518688,3 Fíflholt á Mýrum
Breiđafjörđur   
1217513,7 Ásgarđur
223233,4 Tálknafjörđur
322663,3 Reykhólar
4319433,2 Kolgrafafjörđur
5321793,1 Svínadalur í Dölum
Vestfirđir    
124285,2 Bíldudalur
226311,9 Flateyri
3326351,9 Botn í Súgandafirđi
427381,7 Bolungarvík
526551,5 Ćđey
Strandir og Norđurland vestra  
1343313,3 Sauđárkrókur flugvöllur
2324211,8 Nautabú
3322311,4 Brúsastađir
431037,1 Haugur
5337506,9 Siglufjarđarvegur
Norđurland eystra   
1461430,6 Ásbyrgi
2337129,6 Torfur
3338027,4 Reykir í Fnjóskadal
4347723,5 Végeirsstađir í Fnjóskadal
5369623,2 Húsavík
Austurland ađ Glettingi  
1406031,5 Hallormsstađur
2427128,3 Egilsstađaflugvöllur
3594019,1 Brú á Jökuldal
4445516,3 Skjaldţingsstađir
5483014,9 Möđrudalur
Austfirđir    
1599014,4 Neskaupstađur
2418013,8 Seyđisfjörđur - Vestdalur
359756,7 Kollaleira
4340734,9 Fagridalur
559814,4 Eskifjörđur
Suđausturland   
1649913,3 Skaftafell
262727,4 Kirkjubćjarklaustur - Stjórnarsandur
3353055,3 Örćfi
453164,0 Kvísker
5361564,0 Mýrdalssandur
Suđurland   
1159622,5 Ţingvellir
2651520,5 Hjarđarland
3642015,3 Árnes
4642412,7 Mörk á Landi
53641112,0 Skálholt
Miđhálendiđ   
1401911,3 Upptyppingar
266576,5 Veiđivatnahraun
3343355,3 Möđrudalsörćfi I
467605,2 Ţúfuver
569354,4 Hveravellir

Eins og sjá má eru stöđvarnar í fyrsta sćti hvers spásvćđis stundum nokkuđ sér á parti innan viđkomandi spásvćđis. Tuttugustigadagar í Húsafelli eru t.d. nćrri tvisvar sinnum fleiri heldur en í Litla-Skarđi og í Ásgarđi í Dölum eru ţeir fjórum sinnum fleiri en í Tálknafirđi sem er í öđru sćti á Breiđafjarđarspásvćđinu. 

Heildarlista má finna í viđhenginu.

Ađ lokum lítum viđ á einkennilegt punktarit. Lárétti ásinn sýnir hćđ veđurstöđvar yfir sjávarmáli, en sá lóđrétti tuttugustigahlutfalliđ (sem tíuţúsundustuhluta).

w-blogg220818

Nöfn langflestra stöđvanna eru ólćsileg - en viđ höfum einungis áhuga á ţeim sem liggja á jađrinum (myndin verđur lítillega lćsilegri sé hún stćkkuđ - eđa pdf-viđhengiđ opnađ). Ţađ eru ţćr stöđvar sem eru tuttugustigagćfastar á sínu hćđarbili. Efst eru stöđvarnar fimm sem skáru sig úr á topplistanum, Hallormsstađur, Ásbyrgi, Torfur, Egilsstađaflugvöllur og Reykir í Fnjóskadal. Ţćr fjórar fyrstnefndu eru ekki langt ofan sjávarmáls - ţó ţćr séu ekki viđ sjó, en Reykir eru í 220 metra hćđ yfir sjávarmáli - ţar er algengt ađ hiti nái 20 stigum - ţrátt fyrir hćđina. 

Ef viđ síđan fylgjum jađrinum niđur til hćgri rekumst viđ á Bjarnarflag viđ Mývatn, Brú á Jökuldal, Mývatn, Grímsstađi á Fjöllum, Möđrudal og Upptyppinga. Svartárkot er á svipuđu róli tuttugustigadaga og Upptyppingar ţrátt fyrir ađ síđarnefnda stöđin liggi 160 metrum hćrra yfir sjávarmáli.


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Bloggfćrslur 22. ágúst 2018

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Slide10
  • Slide9
  • Slide8
  • Slide7
  • Slide6

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 94
  • Sl. sólarhring: 99
  • Sl. viku: 1920
  • Frá upphafi: 2353122

Annađ

  • Innlit í dag: 85
  • Innlit sl. viku: 1721
  • Gestir í dag: 80
  • IP-tölur í dag: 78

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband