Vetrarólympíuleikarnir og Síberíu-Blesi

Eins og fram hefur komið í fréttum er spáð kulda við upphaf vetrarólympíuleika í Suðurkóreu. Við lítum á hvað veldur.

w-blogg080218a

Á kortinu má sjá hæð 500 hPa-flatarins og þykktina yfir norðanverðu Kyrrahafi eins og bandaríska veðurstofan spáir síðdegis á laugardag (að okkar tíma). Þykktin er sýnd í lit. Norðausturhluti Asíu er til vinstri á myndinni - Kórea skammt frá jaðrinum og Japan þar rétt hægra megin við. Havaíeyjar eru hins vegar neðarlega til hægri. 

Þessa dagana sveiflast suðurjaðar kuldapollsins Síberíu-Blesa framhjá Kóreu - fjólublái liturinn býsna nærgöngull. Það verður hins vegar að taka fram að Blesi er frekar rýr um þessar mundir miðað við það sem oft er á þessum árstíma - ekki nema einn fjólublár litur. Meginlandsloftið er þurrt - líka yfir Kóreu - en það dregur hins vegar í sig raka yfir Japanshafi og þegar það kemur yfir Japansstrendur dengir það úr sér miklum snjó. Á þeim slóðum getur snjóað meira en víðast hvar í heiminum. 

En spár gera ráð fyrir því að heldur hlýni aftur í Kóreu eftir helgi - en ritstjórinn játar fúslega mikla vankunnáttu sína í smáatriðum veðurlags þar um slóðir.


Bloggfærslur 8. febrúar 2018

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Nóv. 2018
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30  

Nýjustu myndir

 • w-blogg131118a
 • rvk 1906-09-13pi
 • ar_1906p
 • ar_1906t
 • w-blogg091018c

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (14.11.): 410
 • Sl. sólarhring: 545
 • Sl. viku: 2281
 • Frá upphafi: 1709200

Annað

 • Innlit í dag: 378
 • Innlit sl. viku: 2047
 • Gestir í dag: 356
 • IP-tölur í dag: 336

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband