Miđur vetur - hvernig stendur hitinn?

Á bóndadaginn - fyrsta dag ţorra - er miđur vetur samkvćmt gamla íslenska tímatalinu. Til gamans lítum viđ á hvernig hita hefur veriđ háttađ í höfuđborginni fyrstu ţrjá vetrarmánuđina. Ţeir eru - eins og allir vita - gormánuđur, ýlir og mörsugur. 

w-blogg200118aa

Hér höfum viđ reiknađ út međalhita ţessara mánađa ţriggja saman í Reykjavík aftur til 1872. Ţví miđur vantar međaltöl fáeinna daga inn í á árunum 1904 til 1907 og 1917 til 1920 - og sleppum viđ ţeim ţví hér. 

Lóđrétti ásinn vísar á međalhitann, en sá lárétti sýnir tíma. Súlurnar svo einstök ár og rauđa línan 10-árakeđju. Ártölin eru sett viđ síđara ártal hvers vetrar, ţannig ađ 2018 á viđ tímann frá fyrsta vetrardegi haustiđ 2017 og nćr til fimmtudags fyrir bóndadag. Ártaliđ 1982 á á sama hátt viđ fyrri hluta vetrar 1981 til 1982 og svo framvegis. 

Međalhiti ţessa tíma nú reiknast 0,6 stig, heldur kaldara en algengast hefur veriđ undanfarin ár, en sama og 2010/11. Viđ ţurfum ađ fara aftur til 2004/05 til ađ finna lćgri tölu en nú, 0,2 stig.

Fyrri hluti vetrar var áberandi kaldur á árunum 1973/74 til 1983/84 en rétti mjög úr kútnum frá og međ 1987/88. Langhlýjastur var fyrri hluti vetrar 1945/46, en kaldastur 1880/81. Athuga ţó ađ hér vantar 1917/18 sem einnig var mjög kaldur. 

Af ţessari mynd sést greinilega ađ ţó nú sé nokkuđ talađ um ađ kalt hafi veriđ, hefur ekki veriđ um neina alvörukulda ađ rćđa í lengra samhengi. Ţeir koma kannski síđar. 

Leitni er ákveđin upp á viđ, 1,0 stig á öld ađ jafnađi.  


Síberíuhćđin er öflug ţessa dagana

Hćđin yfir Síberíu er öflug ţessa dagana - ţrýstingur rétt tćplega 1070 hPa í hćđarmiđju. Nokkuđ frá metinu ađ vísu - 1083 hPa er nokkuđ óumdeild tala - en 1085 hPa sem skráđ er í flestar heimsmetabćkur er ţađ hins vegar ekki. 

w-blogg200118sa

Hér má sjá spá evrópureiknimiđstöđvarinnar um sjávarmálsţrýsting og hita í 850 hPa-fletinum sem gildir á hádegi sunnudag 21. janúar. Ţá á hćđin ađ vera um 1069 hPa í miđju yfir sléttlendinu austan Úralfjalla. Austan viđ hana situr kuldapollurinn Síberíu-Blesi ţar sem frost er -40 stig í 850 hPa fletinum - og vćntanlega enn meira neđar. Hlý fyrirstöđuhćđ er hins vegar í háloftunum norđvestan hćđarmiđjunnar sem viđ sjáum. Miđja hennar er ekki fjarri litla grćna blettinum viđ Novaya Zemlya. 

Sjávarmálsţrýstingurinn nýtur návistar háloftahćđar og svo kulda úr austri í neđri lögum ţannig ađ sjávarmálsţrýstingur verđur sérlega hár. - Í kuldapollinum miđjum eru veđrahvörf (og háloftafletir) hins vegar mjög lágir - og sjávarmálsţrýstingur ekki jafnhár og vestar.

Ţessi hái ţrýstingur er stundarfyrirbrigđi og fellur fljótlega niđur í hefđbundnari tölur, 1035 til 1050 hPa. 

Síberíuhćđin er á seinni árum farin ađ flćkjast dálítiđ fyrir í veđursagnfrćđitextum - stundum ískyggilega greinilegt ađ höfundar ţeirra vita ekkert um hvađ ţeir eru ađ tala. Ţađ er auđvitađ ekkert viđ hćđina ađ sakast - en en eitthvađ mćtti samt skilgreina betur nákvćmlega hvađa fyrirbrigđi er átt viđ í ţeirri umrćđu - kannski vćri rétt ađ kalla ţađ eitthvađ annađ. 

En tískan getur veriđ varasöm. Síberíuhćđartal nútímans hófst á ađ giska fyrir um 20 árum - sérstaklega eftir birtingu mjög merkilegra greina um ryk og salt í grćnlandsískjörnum eftir ađ ísöld lauk. Ţeir sem vilja frćđast meira um ţađ - og hvernig Síberíuhćđin laumađi sér inn mćttu líta á (nokkuđ holótta) bók Paul Mayewski og Frank White, „The Ice Chronicles“ (2002). En sé á hćđina minnst í veđursögutextum er rétt ađ ganga varlega um. 


Bloggfćrslur 20. janúar 2018

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Slide10
  • Slide9
  • Slide8
  • Slide7
  • Slide6

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 74
  • Sl. sólarhring: 126
  • Sl. viku: 1900
  • Frá upphafi: 2353102

Annađ

  • Innlit í dag: 67
  • Innlit sl. viku: 1703
  • Gestir í dag: 65
  • IP-tölur í dag: 61

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband